„Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Jakob Bjarnar skrifar 14. febrúar 2025 16:25 Jóhann Páll hikar ekki við að setja veiðimönnum stólinn fyrir dyrnar, ekki komi til greina annað en að veiðarnar standi undir sér. Nú liggur fyrir að óútskýrð fækkun hreindýra hefur átt sér stað og það hyggst ráðherra rannsaka. vísir/vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson umhverfisráðherra segir það svo, vegna tuttugu prósenta hækkunar á veiðigjöldum á hreindýr, að gjaldið verði að sjálfsögðu að standa undir eftirliti og stjórnunar veiðanna. Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt. Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að gjöldin hafi hækkað um tuttugu prósent og það sem meira er, þau hækkuðu einnig um tuttugu prósent fyrir tveimur árum. Fréttin olli verulegum usla meðal veiðimanna. Veiðarnar verða að standa undir sér En Jóhann Páll segir þetta lykilatriði í sínum huga, að veiðigjöldin standi undir kostnaðinum. „Það kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar með skattfé. Slíkt væri algerlega á skjön við stefnu nýrrar ríkisstjórnar í auðlindamálum og ríkisfjármálum. Þess vegna hækka ég gjaldið - þannig það standi undir kostnaði við umgjörðina sem við höfum markað þessari starfsemi,“ segir Jóhann Páll í samtali við Vísi. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur ákveðið veiðiheimildir til hreindýraveiða, gjaldskrá veiðileyfa fyrir árið 2025 og skiptingu þeirra milli sveitarfélaga, að fengnum tillögum frá Náttúruverndarstofnun. Alls verður heimilt að veiða 665 hreindýr á veiðitímanum, 265 kýr og 400 tarfa. Þetta er 135 hreindýrum færra en á undanförnu ári. Á vef ráðuneytisins er farið nánar í saumana á þessari hækkun veiðigjaldanna. Þar kemur fram að stofnstærð hreindýra hafi minnkað á undanförnum árum. Mikil óvissa er um af hverju þessu fækkun stafar. Engin merki eru um verra ástand dýra, alvarlegan nýliðunarbrest eða stóraukin afföll utan veiða. Dularfull fækkun hreindýra Þessi óvissa hefur leitt til mikillar fækkunar á veiðikvóta síðustu ár sbr. meðfylgjandi töflu. Sem dæmi var veiðikvótinn árið 2019 1451 dýr, en veiðikvótinn í ár 665 dýr, sem er fækkun um 786 dýr. „Veiðigjald er greitt fyrir hvern tarf og hverja kú, og á gjaldið, og þar af leiðandi veiðikvótinn, að standa undir því fyrirkomulagi sem er um hreindýraveiðar skv. reglugerð þar um. Eins og sjá má hefur hreindýrakvótinn snarminnkað undanfarin ár.umhverfisráðuneytið Gjaldið fer í eftirlit og stjórn hreindýraveiða, vöktun á hreindýrum til að ákveða veiðiþol og til greiðslu hæfilegs arðs til landeigenda vegna ágangs hreindýra og veiðimanna.“ Eins og sést á töflunni hér ofar er áætlað að stofnstærðin hafi nánast helmingast frá árinu 2019, sem er verulegt áhyggjuefni. Ástæða sem nefnd hefur verið er aukið veiðiálag en ekkert liggur fyrir þar um. En svo enn sé vitnað í tilkynninguna á vef stjórnarráðsins þá segir þar að í ljósi þess að veiðikvótinn sé minni í ár hafi legið fyrir að gjaldið af hreindýraveiðum myndi ekki standa undir stjórn veiðanna. Jóhann Páll hefur í ljósi alls þessa ákveðið, einkum dularfullrar fækkunar dýranna, að setja af stað sérstaka vinnu með vorinu við gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir hreindýr. Veiðimenn geta því allt eins átt von á því að frekar verði hert að þeim en hitt.
Skotveiði Dýr Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira