Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Samúel Karl Ólason skrifar 14. febrúar 2025 16:35 JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna. EPA/RONALD WITTEK JD Vance, varaforseti Bandaríkjanna, hellti sér yfir leiðtoga Evrópu á öryggisráðstefnu í München í Þýskalandi í dag. Menningarátök voru Vance efst í huga og talaði hann lítið um öryggi á öryggisráðstefnunni. Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Meðal annars sakaði hann evrópska ráðamenn um að hunsa vilja þjóða sinna, snúa úrslitum kosninga, hunsa trúfrelsi og um að gera ekki nóg til að stöðva flæði flótta- og farandfólks. Hann gagnrýndi þá einnig fyrir viðhorf til þungunarrofs og sakaði Evrópu um að hafa fjarlægst þau „hefðbundnu gildi“ sem heimsálfan hefði deilt með Bandaríkjamönnum. Þá kallaði Vance evrópska embættismenn „commissars“, sem voru lágt settir embættismenn í Kommúnistaflokki Sovétríkjanna, og sagði þá hafa meiri áhuga á því að kæfa málfrelsi íbúa en að tryggja öryggi þeirra. Samkvæmt frétt Politico voru áhorfendur á ráðstefnunni slegnir yfir ummælum Vance. Gestirnir höfðu búist við því að Vance varpaði frekara ljósi á ætlanir ríkisstjórnar Donalds Trump varðandi Úkraínu og það hvort til stæði að kalla bandaríska hermenn heim frá Evrópu. Kvartaði yfir farand- og flóttafólki Vance fór einnig gagnrýnum orðum um þá ákvörðun hæstaréttar Rúmeníu frá því í nóvember um að fella úr gildi úrslit forsetakosninga þar í landi. Mjög svo hægri sinnaður maður vann þær kosningar en hann var sakaður um að hafa hagnast á ólöglegri áróðursherferð sem talin er eiga rætur í Rússlandi. Þegar kemur að málefnum flótta- og farandfólks vísaði Vance til árásarinnar í München í gær, þar sem 24 ára maður frá Afganistan keyrði inn í þvögu fólks og slasaði að minnsta kosti 28. Sjá einnig: Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun „Hve oft þurfum við að verða fyrir þessum hræðulegu áföllum áður en við breytum um stefnu og tökum siðmenningu okkar í aðra átt,“ sagði Vance, sem kemur frá Bandaríkjunum. Hann sagði þar að auki að þessar árásir væru til komnar vegna markvissra ákvarðana stjórnmálamanna í Evrópu. „Óásættanleg“ ummæli Boris Pistorius, varnarmálaráðherra Þýskalands, gagnrýndi ummæli Vance harðlega þegar hann steig á svið. Hann sagði Vance hafa dregið raunverulegt lýðræði Evrópu í efa. „Hann talar um útrýmingu lýðræðis og ef ég hef skilið hann rétt, er hann að líkja aðstæðum í Evrópu við þær í alræðisríkjum. Það er óásættanlegt,“ sagði Pistorius samkvæmt AFP fréttaveitunni. Hann sagði það lýðræði sem Vance lýsti ekki vera það lýðræði sem hann ætti í kosningabaráttu í. Allir hefðu sína rödd og það ætti einnig við stjórnmálaflokka Þýskalands, sem gætu valið með hverjum þeir vinna. „Lýðræði þýðir ekki að hinn háværi minnihluti hafi sjálfkrafa rétt fyrir sér.“ Hann sagði einnig að lýðræði þyrfti að geta varið sig gegn öfgum.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Þýskaland Mest lesið Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið hafnar undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira