Innlent

Bænda­sam­tökin for­dæma illa með­ferð á hrossum

Lovísa Arnardóttir skrifar
Skjáskot úr myndbandi sem einstaklingur tók sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Í myndbandinu má sjá ræktandann reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum.
Skjáskot úr myndbandi sem einstaklingur tók sem leigði pláss hjá hrossaræktanda á suðvesturhorninu. Í myndbandinu má sjá ræktandann reyna að setja múl á folaldið sem streitist á móti. Ræktandinn tekur þá til þess ráðs að þrengja að öndunarvegi folaldsins svo það heyrist að það nái varla andanum. Aðsend

Stjórn deildar hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands fordæmir í yfirlýsingu hræðilega meðferð á hrossum sem fjallað var um í fréttum í gær. 

„Slík meðferð er með öllu ólíðandi og mikilvægt að regluverk er varðar velferð dýra tryggi að strax sé hægt að grípa til aðgerða þegar slíkt athæfi á sér stað. Ljóst er að regluverk í kringum eftirlit dýrahalds verður að vera í lagi og enginn afsláttur gefinn af því,“ segir í yfirlýsingunni.

Þar kemur einnig fram að stjórn hrossabænda muni fylgja málinu eftir þar til bær yfirvöld og beiti sér fyrir því að verkferlum verði breytt þannig að brugðist sé við slíkum ábendingum strax.

Hrönn Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar, sagði í hádegisfréttum stofnunin þurfa að skoða hvort taka megi betur á móti tilkynningum um dýraníð. Hún sagði það slæma hugmynd að slíta starfsemi stofnunarinnar í tvennt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×