Skólastjóri segir alla í áfalli yfir skotvopninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. febrúar 2025 12:20 Jón Páll Haraldsson er skólastjóri Laugalækjarskóla. Vísir/Egill Skólastjóri Laugalækjarskóla segir alla í áfalli yfir skotvopni sem nemendur skólans fundu á þaki hans seint í gærkvöldi. Hann segir lögreglu nú yfirfara myndefni úr eftirlitsmyndavél sem nái tvær vikur aftur í tímann. Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendir foreldrum og forráðamönnum póst á tólfta tímanum. Þar segist hann þurfa að flytja mjög óhugguleg tíðindi sem komi aftan að öllum. „Eftir farsæla árshátíð í Laugardalshöll héldu nemendur skólans heim í háttinn. Í góða vetrinu skruppu nokkrir nemendur upp á þak skólans. Þó það sé ekki beint í leiðinni heim eða leyfilegt í neinum skilningi þá gerist það reglulega að krakkar klifri þar upp,“ segir Jón Páll. „Á afviknum stað uppi á þakinu ráku krakkarnir augu í poka sem þeim fannst ekki eiga heima þar. Í ljós kom að í pokanum var eitthvað sem þau töldu vera skotvopn, sem nú hefur verið staðfest. Krakkarnir höfðu strax samband við lögreglu sem kom á svæðið og tók vopnið. Engin skotfæri fundust.“ Ástmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fund vopnsins við fréttastofu. Rannsókn lögreglu er hafin. Jón Páll segir hana munu ná til efnis úr eftirlitsmyndavélum skólan sem geyma efni tvær vikur aftur í tímann. „Þetta er okkur öllum mikið áfall og veldur óhug. Fyrir mitt leyti get ég þó ekki með nokkru móti tengt þetta við eitt né neitt í skólastarfinu undanfarna mánuði. Ég bið ykkur öll um að ræða þetta heima við og ég mun veita ykkur ítarlegri upplýsingar þegar og ef ég fæ þær.“ Grunnskólar Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
Jón Páll Haraldsson skólastjóri sendir foreldrum og forráðamönnum póst á tólfta tímanum. Þar segist hann þurfa að flytja mjög óhugguleg tíðindi sem komi aftan að öllum. „Eftir farsæla árshátíð í Laugardalshöll héldu nemendur skólans heim í háttinn. Í góða vetrinu skruppu nokkrir nemendur upp á þak skólans. Þó það sé ekki beint í leiðinni heim eða leyfilegt í neinum skilningi þá gerist það reglulega að krakkar klifri þar upp,“ segir Jón Páll. „Á afviknum stað uppi á þakinu ráku krakkarnir augu í poka sem þeim fannst ekki eiga heima þar. Í ljós kom að í pokanum var eitthvað sem þau töldu vera skotvopn, sem nú hefur verið staðfest. Krakkarnir höfðu strax samband við lögreglu sem kom á svæðið og tók vopnið. Engin skotfæri fundust.“ Ástmundur Rúnar Gylfason aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu staðfesti fund vopnsins við fréttastofu. Rannsókn lögreglu er hafin. Jón Páll segir hana munu ná til efnis úr eftirlitsmyndavélum skólan sem geyma efni tvær vikur aftur í tímann. „Þetta er okkur öllum mikið áfall og veldur óhug. Fyrir mitt leyti get ég þó ekki með nokkru móti tengt þetta við eitt né neitt í skólastarfinu undanfarna mánuði. Ég bið ykkur öll um að ræða þetta heima við og ég mun veita ykkur ítarlegri upplýsingar þegar og ef ég fæ þær.“
Grunnskólar Reykjavík Lögreglumál Skotvopn Mest lesið Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Metaðsókn og söfnunarmet slegið Innlent Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Innlent Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Fleiri fréttir Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Skilinn eftir nær dauða en lífi á nærbuxum einum klæða Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Sjá meira
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent
13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Innlent