Framhaldsskólakennarar hafa í deilunni vísað til samkomulags sem var gert við ríkið um jöfnun kjara launafólks á opinberum og almennum vinnumarkaði. Takist ekki að semja fyrir 21. febrúar hefja kennarar verkfallsaðgerðir í fimm framhaldsskólum.
Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í samtali við fréttastofu í kvöld félög grunn- og leikskólakennara einnig hafa fundið hjá sáttasemjara en það hafi verið vinnufundir. Ekki hefur verið boðað til annars formlegs fundar samninganefnda sveitarfélaga og leiks- og grunnskóla frá því að verkföll kennara voru dæmd ólögmæt í Félagsdómi.
Magnús segir að þótt svo að það hafi ekki verið boðað til formlegs fundar sé stanslaus vinna í gangi og samtöl í allar áttir.