Neytendur

Bankarnir lögðu neyt­endur í Vaxtamálinu

Árni Sæberg skrifar
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki fóru góða ferð í Landsrétt.
Landsbankinn, Íslandsbanki og Arion banki fóru góða ferð í Landsrétt. Vísir

Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa verið sýknaðir í vaxtamálunum svokölluðu í Landsrétti. Milljarðahagsmunir neytenda voru undir í málunum. 

Auglýstu eftir þátttakendum

Málin fjögur snerust um skilmála bankanna vegna lána með breytilegum vöxtum. Eitt þeirra var höfðað af Neytendastofu en þrjú af einstaklingum. Einstaklingarnir nutu liðsinnis Neytendasamtakanna í málinu en þau höfðu auglýst eftir fólki til að taka þátt í málinu.

Samtökin telja að stærstur hluti lána með breytilegum vöxtum sé með ólöglegum skilmálum og að oftaka bankanna nemi um tveimur prósentustigum. Því séu það um 30 milljarðar króna á ári sem bankarnir taki of mikið til sín.

EFTA-dómstóllinn sagði skilmálana óskýra

Í maí síðasta árs gaf EFTA-dómstólinn út ráðgefandi álit að beiðni Héraðsdóms Reykjaness og Landsréttar. Í því sagði að orðalag í skilmálum lána þyrfti að vera nægilega gagnsætt jafnvel þó það þætti málfræðilega skýrt og skiljanlegt. Skilmálarnir þyrftu að vera skiljanlegir þannig að almennur neytandi sem teljist sæmilega vel upplýstur og athugull gæti skilið aðferðina sem beitt væri við ákvörðun um útlánsvexti.

EFTA-dómstóllinn áréttaði þó að það væri dómstóla á Íslandi að kveða á um hvort samningar með umræddum skilmálum haldi gildi sínu.

Fréttin verður uppfærð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×