„Höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk“ Jón Þór Stefánsson skrifar 12. febrúar 2025 16:55 Hjónin Hafþór Ólafsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, mennta- og barnamálaráðherra, fékk leyfi frá dómara til að tjá sig um mál sitt og eiginmanns hennar gegn íslenska ríkinu eftir að lögmenn höfðu lokið máli sínu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hún og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi fyrr í dag. „Þreytt eins og laxinn á stönginni“ „Baráttan er orðin mjög löng. Hún er alveg frá hruni,“ sagði Ásthildur. Fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Í ræðu sinni sem var haldin í lok þinghaldsins í dag minntist Ásthildur á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hafa dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu gæti hefði engar leiðir til að bregðast við slíku. Hrunið Flokkur fólksins Dómsmál Tengdar fréttir Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Hún og Hafþór Ólafsson, eiginmaður hennar, stefna íslenska ríkinu og vilja meina að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hafi haft af þeim tæplega ellefu milljónir króna. Málið má rekja til þess að árið 2017 var hús hjónanna selt á uppboði. Að sögn þeirra var ekki gert ráð fyrir fyrningu vaxta upp á 10,7 milljónir. Þau hafi bent á það, en það hefur aldrei fengist viðurkennt. Fjallað var um aðalmeðferðina á Vísi fyrr í dag. „Þreytt eins og laxinn á stönginni“ „Baráttan er orðin mjög löng. Hún er alveg frá hruni,“ sagði Ásthildur. Fyrst stefndu þau Arion banka, sem fékk umrædda peningaupphæð. Þau unnu í héraði en í Landsrétti var fallist á kröfur bankans. Hæstiréttur féllst ekki á að taka málið fyrir. Í ræðu sinni sem var haldin í lok þinghaldsins í dag minntist Ásthildur á ýmsa þætti málsins sem fóru fyrir brjóstið á henni. Til að mynda minntist hún á það að hún hafi einu sinni tekið upp fund sinn við bankann. Hún viðurkenndi að hún hafi ekki fengið leyfi fyrir þeirri upptöku. Ástæðan hafi verið að hún hafi einfaldlega viljað eiga hana til að skilja málið betur. Þessi upptaka hafi verið lögð fram þegar málið gegn bankanum var tekið fyrir, en þá hafi einhver leitt líkur að því að um sviðsetta upptöku væri að ræða. Það fór fyrir brjóstið á Ásthildi. „Við höfum verið máluð upp eins og vesenisfólk. Þannig er fólk málað upp sem berst fyrir rétti sínum,“ sagði Ásthildur. „Fólk sem sækir rétt sinn er orðið þreytt eins og laxinn á stönginni.“ Þá sagði hún þessi málaferli hafa dregið úr trausti sínu á dómskerfinu. „Traust okkar á dómskerfinu orðið afskaplega lítið. Það nær ekki nokkurri einustu átt að hægt sé að tefja mál út í hið óendanlega. Á meðan tifar klukkan,“ sagði Ásthildur. Varnarlaust fólk í mjög erfiðri stöðu gæti hefði engar leiðir til að bregðast við slíku.
Hrunið Flokkur fólksins Dómsmál Tengdar fréttir Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Sjá meira
Þingmaður stefnir ríkinu og fer fram á skaðabætur Ásthildur Lóa Þórsdóttir, þingmaður Flokks fólksins, og eiginmaður hennar, Hafþór Ólafsson, hafa ákveðið að stefna ríkinu vegna fjárhagslegs tjóns sem þau segjast hafa orðið fyrir „vegna lögbrota embættis sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu“ í tengslum við uppboð á heimili þeirra vorið 2017. 3. mars 2023 08:11