Hefur lagt fram frumvarp og ætlar að eyða óvissunni Árni Sæberg skrifar 12. febrúar 2025 12:07 Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Vísir/Vilhelm Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum og lögum um stjórn vatnamála. Málið er á dagskrá Alþingis í dag. Frumvarpinu er ætlað að eyða óvissu um framkvæmdir við Hvammsvirkjun. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að markmiðið sé að bregðast við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá janúar síðastliðnum í máli hóps landeigenda við Þjórsá á hendur Landsvirkjun og íslenska ríkinu. Með dóminum var heimild Umhverfisstofnunar frá 9. apríl 2024 til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun ógilt sem og ákvörðun Orkustofnunar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Dómurinn útiloki allar breytingar „Boðaðar lagabreytingar eru að mati ráðherra nauðsynlegar til að bregðast við þeirri óvissu sem skapast hefur í kjölfar niðurstöðu fyrrnefnds héraðsdóms þar sem niðurstaðan útilokar í raun hvers kyns framkvæmdir á Íslandi sem leiða til breytinga á vatnshloti. Hér getur verið um að ræða framkvæmdir vegna vatnsaflsvirkjana og ýmsar aðrar framkvæmdir, svo sem flóðavarnir, vegagerð og gerð siglingavega svo fáein dæmi séu tekin,“ segir í tilkynningu. Með frumvarpinu sé lagt til að skerpt verði á orðalagi a-liðar 1. mgr. 18. gr. laga um stjórn vatnamála þannig að hafið sé yfir allan vafa að það taki til breytinga á vatnshloti vegna framkvæmda, svo sem vatnsaflsvirkjana. Þá sé lagt til að Umhverfis- og orkustofnun verði heimilt í sérstökum undantekningartilvikum að fallast á flýtimeðferð við afgreiðslu umsókna um virkjanaleyfi. „Með frumvarpinu eyðum við strax óvissu og komum í veg fyrir frekari tafir á þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðssins segir að markmiðið sé að bregðast við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá janúar síðastliðnum í máli hóps landeigenda við Þjórsá á hendur Landsvirkjun og íslenska ríkinu. Með dóminum var heimild Umhverfisstofnunar frá 9. apríl 2024 til breytinga á vatnshlotinu Þjórsá 1 vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Hvammsvirkjun ógilt sem og ákvörðun Orkustofnunar frá 12. september 2024 um að veita Landsvirkjun leyfi til að reisa og reka raforkuverið Hvammsvirkjun. Dómurinn útiloki allar breytingar „Boðaðar lagabreytingar eru að mati ráðherra nauðsynlegar til að bregðast við þeirri óvissu sem skapast hefur í kjölfar niðurstöðu fyrrnefnds héraðsdóms þar sem niðurstaðan útilokar í raun hvers kyns framkvæmdir á Íslandi sem leiða til breytinga á vatnshloti. Hér getur verið um að ræða framkvæmdir vegna vatnsaflsvirkjana og ýmsar aðrar framkvæmdir, svo sem flóðavarnir, vegagerð og gerð siglingavega svo fáein dæmi séu tekin,“ segir í tilkynningu. Með frumvarpinu sé lagt til að skerpt verði á orðalagi a-liðar 1. mgr. 18. gr. laga um stjórn vatnamála þannig að hafið sé yfir allan vafa að það taki til breytinga á vatnshloti vegna framkvæmda, svo sem vatnsaflsvirkjana. Þá sé lagt til að Umhverfis- og orkustofnun verði heimilt í sérstökum undantekningartilvikum að fallast á flýtimeðferð við afgreiðslu umsókna um virkjanaleyfi. „Með frumvarpinu eyðum við strax óvissu og komum í veg fyrir frekari tafir á þjóðhagslega mikilvægum framkvæmdum. Þetta er í samræmi við stefnu ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur um aukna orkuöflun í þágu orkuöryggis, orkuskipta og verðmætasköpunar um allt land,“ er haft eftir Jóhanni Páli.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Umhverfismál Orkumál Deilur um Hvammsvirkjun Tengdar fréttir Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44 Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01 Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31 Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Kynna nýjan rektor í dag að loknu kjöri Fjarlægja plasthanska af dælum og gefa fjölnota í staðinn Öflugir Austfirðingar spara borginni hundruð milljóna Sjá meira
Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Útboð á smíði nýrrar Þjórsárbrúar á móts við þorpið Árnes ásamt gerð Búðafossvegar er í óvissu eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur ógilti virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar í síðasta mánuði. Vegagerðin hafði gefið út að verkið yrði boðið út fljótlega á þessu ári. 5. febrúar 2025 14:44
Ríkisstjórnin sýndi á spilin Á blaðamannafundi í forsætisráðuneytinu í dag kynntu formenn stjórnarflokkanna fyrstu verk ríkisstjórnarinnar og sögðu frá þingmálaskrá fyrir vorþingið. 3. febrúar 2025 18:01
Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík telur að önnur lögskýringarleið hafi verið fær en sú sem Héraðsdómur Reykjavíkur fór þegar hann komst að niðurstöðu sem leiddi til ógildingar virkjunarleyfis fyrir Hvammsvirkjun. 22. janúar 2025 15:31
Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Ráðherra umhverfis og orku segir á dagskrá að leggja strax fram lagabreytingar til að eyða óvissu og liðka fyrir framgangi Hvammsvirkjunar. Til standi að leggja það fyrir nýtt Alþingi hið snarasta þegar það kemur saman í febrúar. 20. janúar 2025 21:33