Þetta kemur fram í fyrirtækjaskrá Ríkisskattstjóra en Viðskiptablaðið greindi fyrst frá og hefur fengið staðfest að Jón sé nú eini eigandi IKEA á Íslandi.
Hafa staðið í stórræðum
Þeir bræður hafa rekið IKEA hér á landi saman um árabil en faðir þeirra, Pálmi Jónsson, sem kenndur er við Hagkaup, stofnaði fyrstu verslun IKEA hér á landi árið 1981. Þeir ráku einnig IKEA í Eystrasaltslöndunum frá árinu 2010 þangað til í fyrra.
Greiddu vel rúman milljarð í arð
Samkvæmt ársreikningi Miklatorgs hf. vegna rekstrarársins september 2023 til ágúst 2024 námu rekstrartekjur þess 15 milljörðum króna. Hagnaður hafi numið rétt rúmlega einum milljarði. Eigið fé í lok ágúst í fyrra hafi numið 1,5 milljörðum króna.

Stjórn félagsins lagði til að arður yrði greiddur til hluthafanna tveggja að fjárhæð 1,3 milljörðum króna.