Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Magnús Jochum Pálsson skrifar 11. febrúar 2025 20:59 Valdímír Pútín og Donald Trump funduðu saman árið 2019. Þjóðaröryggisráðgjafi Trump segir samband Rússa og Bandaríkjamanna fara batnandi. Mikhail Svetlov/Getty Bandaríski kennarinn Marc Fogel, sem var handtekinn fyrir þremur árum í Rússlandi fyrir vörslu á maríjúana, hefur verið sleppt úr haldi. Bandaríkjamenn sömdu við Rússa um skiptin en ekki liggur fyrir hvað þeir létu af hendi í staðinn. Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur). Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Steve Witkoff, sérstakur erindreki Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hefur yfirgefið rússneska lofthelgi með Fogel og eru þeir nú á leið til Bandaríkjanna þar sem sögukennarinn frá Pennsylvaníu mun sameinast fjölskyldu sinni á ný. Fogel var handtekinn í ágúst 2021 og var að afplána fjórtán ára dóm. Fjölskylda Fogel hefur haldið því fram að hann hafi einungis verið að ferðast með maíjúana sem hann hafði fengið áskrifað hjá lækni. Ríkisstjórn Biden lýsti því yfir í desember að fangelsun Fogel væri ólögmæt. Marc Fogel er sögukennari frá Pennsylvaníu sem hefur verið í rússnesku fangelsi frá 2021. Mike Waltz, þjóðaröryggisráðgjafi Trump, sagði Bandaríkin og Rússland hafa „samið um skipti“ til að tryggja frelsun Fogel. Hann greindi hins vegar ekki frá því hvað Bandaríkin þyrftu að láta af hendi. Gegnum tíðina hefur verið samið um frelsun rússneskra fanga eða fanga frá bandalagsþjóðum þeirra í staðinn. Waltz sagði þróunina merki um að þjóðirnar séu að færast í rétta átt að því „að binda enda á hrottafengið og hræðilegt stríðið í Úkraínu.“ Trump hefur lýst því ítrekað yfir að hann hyggist binda enda á stríðið. Rússnesk yfirvöld hafa ekki tjáð sig um frelsun Fogel. Hálft ár liðið frá sögulegum fangaskiptum Ein umfangsmestu fangaskipti milli Rússlands og vestrænna ríkja áttu sér stað í ágúst síðastliðnum. Sextán fangar í rússneskum fangelsum voru frelsaðir í skiptum fyrir átta Rússa sem sátu í fangelsum í Bandaríkjunum og Evrópu. Meðal þeirra sem var sleppt úr haldi var Evan Gershkovich, blaðamaður Wall Street Journal, sem var handtekinn 2023 og síðar dæmdur fyrir njósnir í Rússlandi. Enn er fjöldi Bandaríkjamann í haldi í rússneskum fangelsum Þar á meðal hinn bandarísk-rússneska Ksenia Khavana, sem var dæmd í tólf ára fangelsi fyrir landráð í ágúst 2024. Hún hafði styrkt úkraínskt góðgerðarfélag um 52 Bandaríkjadali (um 7 þúsund krónur).
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59 Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Umfangsmestu fangaskipti frá tímum kalda stríðsins Umfangsmestu fangaskipti Vesturlanda og Rússlands frá tímum kalda stríðsins áttu sér stað í dag, þegar skipts var á tuttugu og fjórum föngum. Rússar slepptu sextán úr haldi og átta manns var sleppt úr haldi frá fangelsum í Bandaríkjunum, Noregi, Þýskalandi, Póllandi og Slóveníu. Með þeim fylgdu tvö börn. 1. ágúst 2024 23:59