Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2025 08:25 Hildur Sverrisdóttir Sjálfstæðisflokki í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra í gærkvöldi. Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að umræða síðustu vikna bendi til að hin nýja ríkisstjórn sé „óþægilega markalaus“ þegar kemur að því að fara með sitt nýfengna vald. Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur. Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Þetta sagði Hildur í ræðu sinni í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á Alþingi í gærkvöldi. Hún sagði hveitibrauðsdaga ríkisstjórnarinnar vera að baki. Í ræðunni sagði hún að þessi misalvarlegu mál sem snúi að ríkisstjórninni, beri öll þess merki að frasinn „á þetta, má þetta“ eigi að verða vegvísir nýrrar ríkisstjórnar. „Sá gamli galdrastafur mun ekki vísa gæfuríkan veg, sama hversu samstiga þau kunna hann að ganga. Ráðherrar hafa kveinkað sér undan að hafa ekki fengið að njóta hveitibrauðsdaga nýrrar ríkisstjórnar sem þeim greinilega fannst þau eiga skilið, að það sé bara óttalegt vesen og stælar af öðrum að gera athugasemdir við hvernig þau kjósa að eyða orku sinni, athygli og forgangsröðun þessar fyrstu vikur — frekja jafnvel,“ sagði Hildur í ræðu sinni sem sjá má í heild sinni í spilaranum að neðan. Læklest samráðherranna Þingmaðurinn sagði að málin, sem hafi vel átt rétt á sér að vera rædd í lýðræðislegri umræðu, hafi kallað á hneykslan nýrra stjórnarliða sem ýmist hafi sagt „umfjöllunina ómerkilega, ósanngjarna eða hreinlega falsfréttir, með makalausri læklest samráðherra og stjórnarliða, án þess reyndar að geta þess í nokkru í hverju meint fals var falið.“ Þá sagði hún að til að bæta gráu ofan á svart sé það svo „bara tilviljun að eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar er að einn af þessum meintu falsfjölmiðlum eigi að þola skerðingu á opinberum styrkjum. Tilviljun, frú forseti?“ „Þau eru valdið“ Hildur sagði það væri svolítið eins og að ný ríkisstjórn hafi ekki almennilega áttað sig á því að þau séu í alvörunni komin í ríkisstjórn. „Þau hafa tekið við lyklavöldum í ráðuneytum, formennsku í nefndum. Þau eru með valdið. Þau eru valdið. Þau bera ábyrgðina, enginn annar. Þau þurfa að vera reiðubúin að vera til svara, þola umræðu og axla ábyrgð á verkum sínum og fara vel með valdið.“ Að lokum sagði hún að það væri hennar einlæga ráð til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að það komi enginn með reisn út úr því að kveinka sér undan þeirri gagnrýni og því aðhaldi sem Sjálfstæðisflokkur muni veita ríkisstjórninni. „Ég óska nýrri ríkisstjórn farsældar í sínum störfum í þágu samfélagsins. Ég vona að hún fari vel með vald sitt. Og frú forseti, ég vona að ríkisstjórnin hafi notið hveitibrauðsdaganna. Þeir eru að baki,“ sagði Hildur.
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Tengdar fréttir Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra flutti sína fyrstu stefnuræðu á Alþingi í kvöld. Í ræðunni sagði hún fulla einingu í ríkisstjórn um þau málefni sem fram komi í þingmálaskrá og kynnti næstu skref stjórnarinnar. Hún sagði þjóðina í senn vera heppna með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir, og mega vera stolta af Ingu Sæland, samráðherra hennar í ríkisstjórn. 10. febrúar 2025 20:52
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?