Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 12:16 Daniel Ortega, forseti Níkaragva, (með hljóðnema) við hlið vinar síns Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Báðir hafa fært lönd sín lengra og lengra í átt að einræðisríkjum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Níkaragva sökuðu kaþólsku kirkjuna um spillingu og barnagirnd rétt eftir að sjónvarpsstöð Páfagarðs birti viðtal við þarlendan biskup sem hefur gagnrýnt þau harðlega. Tugum presta og nunna hefur verið vísað úr Miðameríkulandinu. Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum. Níkaragva Páfagarður Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira
Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum.
Níkaragva Páfagarður Mest lesið Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Halla Tomas og „Gmmtnnnnm“ Innlent Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Erlent Í sjálfheldu í fimm daga: „Ég er vitlausi ameríski ferðamaðurinn“ Innlent Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki Erlent Lögreglumenn megi grínast sín á milli eins og aðrir Innlent Ríkið sýknað í Skuggasundsmálinu Innlent Ráðin aðstoðarmaður borgarstjóra Innlent Leikaraverkfalli aflýst Innlent Fleiri fréttir Óttast að næstu „ljónsungar“ kalífadæmisins valdi usla Helsti keppinautur Erdogan um forsetastólinn handtekinn í Istanbul Trump segir skemmdarverk á Teslum hryðjuverk Ungverska þingið bannar alla Pride viðburði Willams og Wilmore komin aftur til jarðar Trump gerður afturreka með 25 þúsund uppsagnir og bann gegn trans fólki „Þetta er ekki bara okkar stríð“ Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Samþykkti að hætta árásum á orkuinnviði Samþykktu breytingar á stjórnarskrá Þýskalands Síðasti flugmaðurinn úr orrustunni um Bretland er látinn Söguleg árás dróna og róbóta Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Segja sig frá jarðsprengjusáttmála vegna Rússagrýlunnar Þrír Danir látnir eftir flugslys í Sviss Dauða fiska og froðu rak á land í Ástralíu Lýsa yfir neyðarástandi vegna ofbeldisöldu í höfuðborg Perú Geimfararnir snúa aftur eftir níu mánaða dvöl í geimnum Ljósmóðir ákærð fyrir að framkvæma þungunarrof í Texas Yfir 235 létust í árásum Ísraels á Gasa í nótt Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Sjá meira