Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2025 12:16 Daniel Ortega, forseti Níkaragva, (með hljóðnema) við hlið vinar síns Nicolás Maduro, forseta Venesúela. Báðir hafa fært lönd sín lengra og lengra í átt að einræðisríkjum. Vísir/EPA Stjórnvöld í Níkaragva sökuðu kaþólsku kirkjuna um spillingu og barnagirnd rétt eftir að sjónvarpsstöð Páfagarðs birti viðtal við þarlendan biskup sem hefur gagnrýnt þau harðlega. Tugum presta og nunna hefur verið vísað úr Miðameríkulandinu. Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum. Níkaragva Páfagarður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Viðtal kaþólsku sjónvarpsstöðvarinnar EWTN við Rolandi Álvarez, biskup og einn harðasta gagnrýnanda Daníels Ortega, forseta Níkaragva, fór öfugt ofan í stjórnvöld í heimalandi hans. Níkragvanska utanríkisráðuneytið kallaði Páfagarð „siðspillt barnaníðingsríki“ sem ynni með mykraöflum sem styddu villimennsku, þjóðarmorð og illsku. Páfagarður væri sekur um glæpi gegn mannkyninu. Álvarez var einn fjölmargra andófsmanna sem stjórn Ortega handtók og fangelsaði árið 2022 í kjölfar mótmælaöldu í landinu árið 2018. Á fjórða hundruð manna féllu þegar öryggissveitir Ortega börðu mótmælin niður. Biskupinn var látinn laus eftir árs fangelsisvist í janúar og viðtalið í Páfagarði var það fyrsta eftir að hann varð frjáls maður. Lýsti hann þakklæti fyrir líkamlega og andlega heilsu sína eftir dvölina í fangelsinu og sagðist vongóður fyrir hönd þjóðar sinnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Færast æ lengra í átt að einræði Undir stjórn gamla kommúnista- og skæruliðaleiðtogans Ortega hefur Níkaragva hneigst lengra og lengra í einræðisátt. Forsetinn lét breyta stjórnarskrá til að gera sjálfum sér kleift að sitja áfram á forsetastóli. Nú síðast lengdi hann kjörtímabil forseta og gerði Rosario Murillo, eiginkonu sína, að „samforseta“ sínum. Murillo hefur verið varaforseti Níkaragva þrátt fyrir að hafa ekki verið kjörin til þess í kosningum. Sérfræðingar segja að breytingum sé ætlað að treysta völd fjölskyldunnar í sessi. Ortega og undirsátar hans hafa verið sakaðir um að notfæra sér stöðu sína til þess að maka krókinn. Þá hefur Ortega-stjórnin gengið hart fram í að bæla niður allt andóf og handtekið stjórnarandstæðinga, blaðamenn og trúarleiðtoga. Fjöldi þeirra hefur verið sviptur ríkisborgararétti og vísað úr landi. Þúsundir til viðbóta hafa flúið land undan kúgununni. Frans páfi hefur á undanförnum mánuðum beðið kaþólikka um að biðja fyrir Níkaragva og kallað eftir uppbyggilegum samræðum.
Níkaragva Páfagarður Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira