Viðfangsefni daglegs lífs Flosi Eiríksson skrifar 9. febrúar 2025 12:32 Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR 2025 Kjaramál Stéttarfélög Flosi Eiríksson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Kjör okkar og afkoma ráðast af mörgum þáttum sem oft tengjast með einum eða öðrum hætti. Það verður því alltaf að horfa til þeirra allra þegar rætt er um kaup og kjör, árangur í kjarabaráttu og möguleika á þeim vettvangi. Kjarasamningar í mars 2024 sem samþykktir voru af 79% félagsmanna VR fólu í sér árlegar launahækkanir á bilinu 3,25% - 3,5%, að lágmarki 23.750 krónur yfir samningstímann og var sérstaklega horft til lægstu hópanna. Einnig var orlofsréttur aukinn í kjarasamningnum, samið um hlutdeild launafólks af auknum afköstum með framleiðniauka, bætt inn kafla um fjarvinnu og bætt í réttindi varðandi starfsmenntamál til að nefna nokkur atriði. Það var meginforsenda við undirritun samninganna og samþykkt þeirra að drægi úr verðlagsþróun og að skapa forsendur fyrir vaxtalækkun á næstu misserum. Einnig var forsenda að ríkistjórn og sveitarstjórnir stæðu við yfirlýsingar og loforð sem stjórnvöld gáfu í tilefni samninganna. Því miður hefur þegar komið fram að einstök sveitarfélög hafa ekki staðið við loforð sín og yfirlýsingar og hafa hækkað gjaldskrár umfram það sem lofað var eða eðlilegt mæti telja. Byggt á kjarasamningum, aðgerðum stjórnvalda í tengslum við þá og þróun efnahagsmála hefur Seðlabankinn lækkað vexti þrisvar síðan. Samanlagt um 1,25%. Vaxtalækkun felur í sér umtalsverðar kjarabætur fyrir fólk og hefur bein áhrif hvort sem það er á húsnæðiskostnað eða aðra framfærslu. Viðfangsefni daglegs lífs sem launafólk í landinu fæst við á hverjum degi í sínum heimilsrekstri. Kaupmáttur hefur vaxið frá kjarasamningum. Frá febrúar til desember á síðasta ári hækkaði kaupmáttur um 2,2%. Nú í upphafi árs kom svo til önnur almenn launahækkun kjarasamninganna að lágmarki upp á 3,5% fyrir félagsmenn VR. Verðbólga dróst saman í mánuðinum og er því ljóst að kaupmáttur jókst enn meira þó launavísitala fyrir janúar 2025 sé ekki komin fram. Í október höfðu laun stórra hópa innan VR, skrifstofufólks, sérfræðinga, þjónustu-, sölu og afgreiðslufólks, hækkað í kringum 7% milli ára. Til að verja það sem þegar hefur náðst og ná markmiðum um aukinn kaupmátt og betri kjör fyrir félagsfólk í VR þarf að veita nýrri ríkisstjórn virkt aðhald og aðstoð svo hægt sé að standa við kjarasamninga okkur öllum til hagsbóta. Með framboði mínu til formanns VR vil ég undirstrika mikilvægi þessara viðfangsefna dagslegs lífs. Að félagið leggi aðaláherslu á þá stóru og mikilvægu hluti sem sameinar okkur og snúist alla daga um hag og heill félagsmanna. Vonandi eru sem flestir félagar í VR sammála um að við förum í þá vegferð saman. Höfundur er viðskiptafræðingur og býður sig fram til formanns VR.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun