Meirihlutinn fallinn í borginni Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 20:01 Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins og Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Einar Þorsteinsson borgarstjóri í Reykjavík og oddviti Framsóknarflokksins sleit meirihlutasamstarfinu á fundi með oddvitum meirihlutans í borginni á áttunda tímanum. RÚV greindi fyrst frá en Vísir hefur fengið slitin staðfest. Nokkur ágreiningur hefur verið í borgarstjórn um flugvallarmálið undanfarna daga. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna málsins. „Afstaða Pírata, Samfylkingar og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur verið alveg skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Í viðtali Morgunblaðsins talaði Einar líka um stefnu meirihlutans í samgöngumálum. „Það hefur verið þrengt að fjölskyldubílnum með þeim skilaboðum um að taka strætó en þjónustan er samt ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna hvert öðru mildi þegar kemur að þessu. Venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum á erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi,“ sagði hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til funda oddvita Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar í borginni í kvöld vegna stöðunnar. Nýleg könnun Gallup á fylgi flokkanna í borginni leiddi í ljós að Framsókn mældist með rúmlega þriggja prósenta fylgi. Fylgi flokksins hefur hrapað síðan í miklum kosningasigri vorið 2022 þegar flokkurinn fékk 18 prósenta fylgi í borginni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Píratar Tengdar fréttir Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
RÚV greindi fyrst frá en Vísir hefur fengið slitin staðfest. Nokkur ágreiningur hefur verið í borgarstjórn um flugvallarmálið undanfarna daga. Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknarflokksins sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær að það hrikti í meirihlutanum vegna málsins. „Afstaða Pírata, Samfylkingar og að einhverju leyti Viðreisnar líka, hefur verið alveg skýr og þau vilja flugvöllinn burt. Við höfum ekki verið þar,“ sagði Einar. Í viðtali Morgunblaðsins talaði Einar líka um stefnu meirihlutans í samgöngumálum. „Það hefur verið þrengt að fjölskyldubílnum með þeim skilaboðum um að taka strætó en þjónustan er samt ekki nægilega góð. Við þurfum að sýna hvert öðru mildi þegar kemur að þessu. Venjulegt fjölskyldufólk í úthverfunum á erfitt með að sinna sínum erindum hjólandi,“ sagði hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu var boðað til funda oddvita Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Samfylkingar í borginni í kvöld vegna stöðunnar. Nýleg könnun Gallup á fylgi flokkanna í borginni leiddi í ljós að Framsókn mældist með rúmlega þriggja prósenta fylgi. Fylgi flokksins hefur hrapað síðan í miklum kosningasigri vorið 2022 þegar flokkurinn fékk 18 prósenta fylgi í borginni. Sveitarstjórnarkosningar fara fram vorið 2026. Borgarfulltrúar eru 23 talsins og þarf því 12 til að mynda nýjan meirihluta. Skipting borgarfulltrúa milli flokka er eftirfarandi: Sjálfstæðisflokkurinn: 6 Samfylkingin: 5 Framsóknarflokkurinn: 4 Píratar: 3 Sósíalistaflokkur Íslands: 2 Viðreisn: 1 Vinstrihreyfingin grænt framboð: 1 Flokkur fólksins: 1 Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Framsóknarflokkurinn Viðreisn Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Píratar Tengdar fréttir Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44 Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Sjá meira
Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Hjálmar Sveinsson borgarfulltrúi furðar sig á yfirlýsingum Einars Þorsteinssonar borgarstjóra með að það hrikti í borgarstjórnarmeirihlutanum. 7. febrúar 2025 10:44
Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Eyjólfur Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir grafalvarlegt mál að einni flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað sökum þess að Reykjavíkurborg hafi dregið að fella trjágróður í Öskjuhlíð. Ráðherrann segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa með því að haga sér svona. 6. febrúar 2025 22:20