Landsréttur skipar Héraðsdómi að taka Kiðjabergsmálið til meðferðar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 7. febrúar 2025 23:47 Tveir litháenskir karlmenn voru að vinnu við sumarbústað í Kiðjabergi þegar annar þeirra lést 20. apríl. Hinn sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, ekki manndráp. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur snúið við úrskurði Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu, og leggur fyrir hann að taka málið til efnismeðferðar. Héraðsdómur hafði vísað málinu frá á þeim grundvelli að ákæran væri ónákvæm. RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann. Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
RÚV greinir frá. Karlmaður á fertugsaldri sætir ákæru fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl í fyrra. Maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. Karlmaður lést af áverkum sínum í sumarhúsinu eftir að annar veittist að honum. Fram kom í ákærunni að árásin beindist að hálsi, höfði og líkama hins látna og að árásarmaðurinn sló hann meðal annars tvisvar í andlitið með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Verjandi mannsins taldi ákæruna óskýra og óskaði eftir því að málinu yrði vísað frá. Héraðsdómur tók undir með verjanda að atburðarrásinni hafi ekki verið lýst með fullnægjandi hætti og því uppfylli ákæran ekki skilyrði laga um meðferð sakamála. Ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm Elimar Hauksson, verjandi sakborningsins, segir að þarna sé ákæruvaldinu veitt of mikið svigrúm til að orða verknaðarlýsingu ákæru með óljósum hætti. „Umbjóðandi minn, vörnum hans verður áfallt. Hverju er hann að verjast? Hvað er það sem hann á að hafa gert umrætt sinn? Það vantar lýsingu á einhverri tiltekinni háttsemi,“ segir hann. Hann segir að staðan sé í raun þannig að verið sé að fara í aðalmeðferð þar sem umbjóðanda hans sé gefið að sök að hafa með margþættu ofbeldi, sem að beindist að höfði, hálsi og líkama manns, orðið honum að bana. „Það er ekki tilgreint högg, eða spörk eða kyrkingar, eða laminn með kylfu, eða stunginn. Það eru svona hlutir sem maður sér alltaf í ákæru.“ Hann segir að í þessari stöðu sé umbjóðandi hans settur í þá stöðu að þurfa geta í eyðurnar um það hvaða háttsemi honum er gefið að sök í refsimáli. „Á einhverjum tímapunkti ertu kominn í þá stöðu að maður veit ekki hvar maður á að byrja eða enda í vörnum,“ segir hann.
Manndráp í Kiðjabergi Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Dómsmál Tengdar fréttir Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01 Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Viðurkenndi árás á hinn látna en segist ekki bera ábyrgð á áverkum Héraðssaksóknari mun taka ákvörðun um útgáfu ákæru í Kiðjabergsmálinu svokallaða á næstu dögum, að sögn Karls Inga Vilbergssonar saksóknara. Málið varðar andlát manns sem lést í sumarbústað í Kiðjabergi á Suðurlandi í apríl á þessu ári. 20. nóvember 2024 08:01
Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás í tengslum við andlát manns í sumarhúsi við Kiðjaberg í Grímsnesi í apríl á þessu ári. Athygli vekur að maðurinn er ekki ákærður fyrir manndráp. 11. desember 2024 23:14