Sýn sendir frá sér afkomuviðvörun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. febrúar 2025 18:15 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Sýn Fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækið Sýn gerir ráð fyrir að rekstrarhagnaður fyrir árið 2024 verði um sjö hundruð milljónir króna sem er undir fyrri spám um afkomu. Ástæðuna má rekja til eldsvoða hjá fyrirtækinu auk þess sem áskrifta- og auglýsingasala var undir væntingum. Þetta kemur fram í afkomuviðvörun Sýnar til Kauphallar. Sýn rekur Vodafone, Vísi, sjónvarpsstöðina Stöð 2 og fylgirásir eins og Stöð 2 Sport og útvarpsstöðvar eins og Bylgjuna, FM 957 og X-ið. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði í kringum 700 milljónir króna „sem er undir áður útgefnu spámarki félagsins, sem og rauntölum úr rekstri miðað við afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023. Uppfærð spá gerði ráð fyrir að EBIT lægi nær neðri mörkum bilsins 900–1100 m.kr.“ Helstu ástæður fráviksins eru sagðar eftirfarandi: Auglýsingatekjur: Sala auglýsinga reyndist talsvert undir upphaflegum áætlunum, eða 258 m.kr. á síðustu tveimur fjórðungum ársins, þar af 157 m.kr. á 4F og leiddi það til endurmats á þeim rekstrarhluta. Áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum: Tekjur af áskriftum voru um 106 m.kr. undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið. Eignfærslur launakostnaðar: Félagið hefur sett sér eignfærslustefnu og á grundvelli hennar tekið ákvörðun um að eignfæra minna en áætlað hafði verið og nemur mismunurinn 112 m.kr. Brunatjón: Um mánuði eftir útgáfu spárinnar varð félagið fyrir verulegu tjóni vegna eldsvoða sem nú hefur verið metið á um 600 m.kr. Samþykkt bótaupphæð nemur 207 m.kr. en bruninn hefur haft í för með sér aukinn kostnað og kallar á auknar fjárfestingar til endurnýjunar á skemmdum búnaði. Fram kemur í tilkynningunni að rekstur fjarskipta hafi verið á áætlun á árinu og þrátt fyrir ofangreindar áskoranir hafi rekstrarkostnaður einnig þróast í samræmi við áætlanir og sé í takt við markmið félagsins um aukna skilvirkni. „Félagið mun þurfa að endurskoða áður útgefin viðmið um EBIT fyrir árið 2025 til lækkunar til að bregðast við ofangreindum frávikum. Horfur félagsins fyrir 2025 verða birtar samhliða endanlegu ársuppgjöri þann 20. febrúar nk. Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu.“ Sýn Kauphöllin Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þetta kemur fram í afkomuviðvörun Sýnar til Kauphallar. Sýn rekur Vodafone, Vísi, sjónvarpsstöðina Stöð 2 og fylgirásir eins og Stöð 2 Sport og útvarpsstöðvar eins og Bylgjuna, FM 957 og X-ið. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarhagnaður félagsins fyrir árið 2024 verði í kringum 700 milljónir króna „sem er undir áður útgefnu spámarki félagsins, sem og rauntölum úr rekstri miðað við afkomu fjórða ársfjórðungs og ársins 2023. Uppfærð spá gerði ráð fyrir að EBIT lægi nær neðri mörkum bilsins 900–1100 m.kr.“ Helstu ástæður fráviksins eru sagðar eftirfarandi: Auglýsingatekjur: Sala auglýsinga reyndist talsvert undir upphaflegum áætlunum, eða 258 m.kr. á síðustu tveimur fjórðungum ársins, þar af 157 m.kr. á 4F og leiddi það til endurmats á þeim rekstrarhluta. Áskriftartekjur af sjónvarpsmiðlum: Tekjur af áskriftum voru um 106 m.kr. undir þeim markmiðum sem sett höfðu verið. Eignfærslur launakostnaðar: Félagið hefur sett sér eignfærslustefnu og á grundvelli hennar tekið ákvörðun um að eignfæra minna en áætlað hafði verið og nemur mismunurinn 112 m.kr. Brunatjón: Um mánuði eftir útgáfu spárinnar varð félagið fyrir verulegu tjóni vegna eldsvoða sem nú hefur verið metið á um 600 m.kr. Samþykkt bótaupphæð nemur 207 m.kr. en bruninn hefur haft í för með sér aukinn kostnað og kallar á auknar fjárfestingar til endurnýjunar á skemmdum búnaði. Fram kemur í tilkynningunni að rekstur fjarskipta hafi verið á áætlun á árinu og þrátt fyrir ofangreindar áskoranir hafi rekstrarkostnaður einnig þróast í samræmi við áætlanir og sé í takt við markmið félagsins um aukna skilvirkni. „Félagið mun þurfa að endurskoða áður útgefin viðmið um EBIT fyrir árið 2025 til lækkunar til að bregðast við ofangreindum frávikum. Horfur félagsins fyrir 2025 verða birtar samhliða endanlegu ársuppgjöri þann 20. febrúar nk. Ársuppgjör félagsins er enn í vinnslu og getur tekið breytingum fram að birtingu.“
Sýn Kauphöllin Mest lesið Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira