Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2025 17:01 Rodri kyssir Gullknöttinn, Ballon d'Or, sem hann fékk á síðasta ári fyrir að vera besti fótboltamaður heims á árinu 2024. Getty/James Gill Manchester City vonast greinilega eftir því að geta notað spænska miðjumanninn Rodri á þessu tímabili. Rodri er nefnilega í 25 manna leikmannahópi City fyrir úrslitakeppni Meistaradeildarinnar sem var tilkynntur inn til UEFA í gær. Nýju mennirnir Omar Marmoush, Nico González og Abdukodir Khusanov eru einnig á listanum en það er ekkert pláss fyrir Vitor Reis sem kom frá brasilíska félaginu Palmeiras í janúar. ESPN segir frá. City endaði í 22. sæti deildakeppni Meistaradeildarinnar sem þýddi tvo umspilsleiki við Real Madrid um sæti í sextán liða úrslitunum. Fyrri leikurinn er á Etihad leikvanginum á þriðjudaginn en sá síðari er á Bernabéu leikvanginum 19. febrúar. Rodri mun örugglega ekki spila þessa tvo leiki en hann sleit krossband í leik á móti Arsenal í september. City vonast til að komast sem lengst í keppninni og gæti nú mögulega nýtt sér þjónustu þessa frábæra miðjumanns þegar lengra er komið fram í keppnina. Rodri hefur sjálfur talað um að stefna á það að vera með í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum í júní. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill fara varlega með þennan mikilvæga leikmann og vill ekki að hann flýti sér of hratt til baka. City mátti bara gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum fyrir framhaldið í Meistaradeildinni og það var því ekki eins og Rodri sé að halda Vitor Reis út úr hópnum. Guardiola mátti bara taka þrjá af nýju leikmönnunum fjórum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira
Rodri er nefnilega í 25 manna leikmannahópi City fyrir úrslitakeppni Meistaradeildarinnar sem var tilkynntur inn til UEFA í gær. Nýju mennirnir Omar Marmoush, Nico González og Abdukodir Khusanov eru einnig á listanum en það er ekkert pláss fyrir Vitor Reis sem kom frá brasilíska félaginu Palmeiras í janúar. ESPN segir frá. City endaði í 22. sæti deildakeppni Meistaradeildarinnar sem þýddi tvo umspilsleiki við Real Madrid um sæti í sextán liða úrslitunum. Fyrri leikurinn er á Etihad leikvanginum á þriðjudaginn en sá síðari er á Bernabéu leikvanginum 19. febrúar. Rodri mun örugglega ekki spila þessa tvo leiki en hann sleit krossband í leik á móti Arsenal í september. City vonast til að komast sem lengst í keppninni og gæti nú mögulega nýtt sér þjónustu þessa frábæra miðjumanns þegar lengra er komið fram í keppnina. Rodri hefur sjálfur talað um að stefna á það að vera með í heimsmeistarakeppni félagsliða í Bandaríkjunum í júní. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, vill fara varlega með þennan mikilvæga leikmann og vill ekki að hann flýti sér of hratt til baka. City mátti bara gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum fyrir framhaldið í Meistaradeildinni og það var því ekki eins og Rodri sé að halda Vitor Reis út úr hópnum. Guardiola mátti bara taka þrjá af nýju leikmönnunum fjórum. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible)
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Sjá meira