Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar 7. febrúar 2025 13:31 Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Trúmál Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Sjá meira
Ég brá mér í laugina í liðinni viku og datt þar í spjall við áhugasama menntiskælinga sem eru í hópi þess unga fólks sem langar að vita meira um Jesú. Það eykur mér trú á heilagan anda jafnt sem mannsandann að kynslóðin sem fæddist inn í ritskoðað almannarými skuli, líkt og rætt er í fjölmiðlum, rísa upp og ganga sjálf eftir því að fá sín Nýjatestamennti og trúfræðslu eftir allt saman! Annað gleðilegt og ögn fyndið fyrirbrigði í menningu dagsins er líka það, sem ég hygg að margir prestar fleiri en ég þekki af vettvangi, að ítrekað er maður að skíra hjá ungum foreldrum tvö börn í einu. Fyrst eldra barnið sem ekki var látið verða af að skíra strax og svo nýfædda barnið. Ömmur og afar anda léttar, hátíð í loftinu og fólk komið í sparifötin. Þá reynir á prestinn að finna út úr því hvernig eigi að orða með sanngjörnum hætti fyrir fjögurra eða fimm ára rolling hvað sé á döfinni. Í sjálfu sér er það þó mjög einfalt og blasir einmitt svo fallega við hjá unga fólkinu okkar sem nú leitar til kirkjunnar; Það kemur með vinum sínum. Andi Guðs starfar í kærleika og skapar samfélag vináttu. Þess vegna er ekkert flókið að útskýra fyrir málþroska skírnarbarni hvað sé í gangi. Þegar búið er að segja söguna sem alltaf er rifjuð upp við barnsskírn, þegar lærisveinarnir vildu varna börnum aðgöngu að Jesú svo honum sárnaði og sagði „Leyfið börnunum að koma til mín og varnið þeim eigi, þeirra er Guðs ríki“, þá er einfalt að spyrja: Vilt þú vera með í vinafélagi Jesú? --- Trúin á Jesú er ekki flókin. Hún er ekki kenning eða aðferð heldur vinátta. Trúin er ekki að vera handviss um eitthvað guðlegt og haga sér samkvæmt reglum heldur er hún, eins og öll sönn vinátta, stöðug uppgötvun. Þegar ég reyni að útskýra trúna fyrir ungu fólki ræði ég ekki síst um þrennt: Ég tala um feginleikann og sálarróna sem fylgir því að uppgötva að maður er samþykktur og elskaður af Guði um alla eilífð.[1] Ég segi frá því sem Biblían miðlar, að vegna Jesú megum við treysta því að Guð sé í öllu og allt sé í Guði sem elskar sköpunarverkið og mun ekki sleppa hendi sinni af því.[2] Ég ræði um nýju lífsmöguleikana sem fylgja því að elska allt fólk sem systkini ásamt öllu sköpuðu, hafna ofbeldi og kúgun en varðveita mannlega reisn eins og Jesús gerði.[3] Þannig skil ég trúna sem vináttu við eigin persónu, sköpunarverkið og Guð. Kristið fólk er ekki betra en annað fólk og kristinn siður ber sig ekki saman við aðra siði nema þá til þess að læra meira. Félags-pólitísk áhrif kristinnar trúar hljóta þó ætíð að vera þau sem Reinhold Niebuhr, höfundur æðruleysisbænarinnar lýsti; að auka félagsauð og draga úr hroka. Höfundur er prestur og siðfræðingur. [1] Jóhannesaguðspjall 1.12-13. [2] Kólossoubréfið 1.15-20. [3] Matteusarguðspjall 26.47-56.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun