Spilaði leik með sirloin steik í skónum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 11:01 James Collins í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images James Collins, fyrrum varnarmaður Aston Villa og West Ham, hefur greint frá sérkennilegri nálgun á ristarmeiðsli sem plöguðu hann eitt sinn á hans ferli. Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira
Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti Magndís og Einar sæmd heiðursmerki UMFÍ Sport Fleiri fréttir Rooney er ósammála Gerrard Haaland og Glasner bestir í september Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Sjá meira