Spilaði leik með sirloin steik í skónum Valur Páll Eiríksson skrifar 7. febrúar 2025 11:01 James Collins í leik með Aston Villa. Nordic Photos / Getty Images James Collins, fyrrum varnarmaður Aston Villa og West Ham, hefur greint frá sérkennilegri nálgun á ristarmeiðsli sem plöguðu hann eitt sinn á hans ferli. Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum. Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira
Collins lék sem miðvörður og var mikill harðjaxl. Hann hóf ferilinn með Cardiff City en spilaði lengst af með West Ham og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 2005 til 2018. Hann kallaði ekki allt ömmu sína og lét ekki smáræði líkt og brotið bein í fæti koma í veg fyrir að hann spilaði fyrir sitt lið. „Ég veit ekki hvort þið trúið þessu, en þetta gerðist hundrað prósent. Þetta var þegar ég var hjá Villa og í raun braut á mér ristina. En ég vildi spila sama hvað,“ segir Collins frá í hlaðvarpi Peters Crouch. “I played a premier league game with a STEAK in my boot” 🥩 pic.twitter.com/b00foGsbxM— That Peter Crouch Podcast (@PeterCrouchPod) February 6, 2025 „Á föstudegi fyrir þennan tiltekna leik er ég með brotið bein, og læknirinn leggur þetta til. Hann segir „Þú munt halda að ég sé klikkaður, en við ætlum að ná í plastfilmu og festa steik við ristina á þér,“ vitnar Collins í lækni Villa-liðsins á þeim tíma. „Þetta var til að losa um þrýsting á brotna beinið í ristinni. Svo ég spilaði leik í ensku úrvalsdeildinni með með sirloin steik í skónum mínum. Þetta gat ekki verið fillet, ég hefði ekki komist í skóinn“ segir Collins við mikil hlátrasköll Crouch og Steve Sidwell, sem einnig heldur utan um hlaðvarpið. Steikin hafi ekki gert mikið til að lina sársauka velska varnarmannsins. „Steikin hjálpaði mér nákvæmlega ekki neitt. En steikin var hálf elduð í hálfleik því ég svitnaði svo mikið.“ Frásögnina má sjá í spilaranum.
Enski boltinn Fótbolti Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Enski boltinn Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Gleði og sorg í sigri Liverpool Everton - Arsenal | Skytturnar vilja skjóta sér aftur upp á topp Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Sjá meira