Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2025 15:15 Frá þingfestingu málsins í Héraðdómi Reykjavíkur. Vísir Shokri Keryo, 21 árs sænskur karlmaður, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi í Landsrétti fyrir skotárás í Úlfarsárdal í nóvember 2023 þegar hann skaut fjórum skotum að jafnmörgum mönnum. Héraðsdómur dæmdi Shokri í þriggja og hálfs árs fangelsi í apríl í fyrra. Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur. Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Shokri var ákærður fyrir tilraun til manndráps og sjö umferðarlagabrot og fíknibrot. Hann játaði brot sín að frátöldu því alvarlegasta og hafnaði því að hafa skotið að mönnunum. Einn maður varð fyrir skoti í árásinni, það er Gabríel Douane sem komist hefur endurtekið í kast við lögin undanfarin ár. Hann hlaut sár á hægri sköflungi. Gabríel sagðist fyrir dómi ekkert muna eftir árásinni. Héraðsdómur taldi skýringar Shokri á atburðum ótrúverðugar en töldu þó ósannað að hann hefði ætlað að ráða brotaþolunum bana. Var hann sakfelldur fyrir hættubrot og eignaspjöll. Var það litið honum til refsiþyngingar hvers eðlis brotið var og alvarlegt. Hann hefði sýnt algjört skeytingarleysi um líf og heilsu brotaþola og annarra nærstaddra. Yrði að telja mildi að ekki hefði verr farið. Landsréttur sá málið öðrum augum en héraðsdómur og dæmdi hann í sjö ára fangelsi sem er tvöföld sú refsing sem hann hlaut í héraði. Dómurinn hefur ekki verið birtur en má telja líklegt að fallist hafi verið á kröfu saksóknara um að dæma Shokri fyrir tilraun til manndráps. Shokri var í héraði dæmdur til að greiða Gabríel 1,5 milljón króna í miskabætur, tveimur öðrum brotaþolum 800 þúsund hvorum og svo íbúum í nærliggjandi húsi sem tengdust málinu ekkert samanlagt 1,7 milljónir króna í bætur. Byssukúlur höfnuðu í íbúð þeirra og svaf barn við hliðina á glugga sem byssuskot fór í og voru bæturnar sem fólkinu voru dæmdar bæði vegna miska og skemmda á húsnæðinu. Fréttin verður uppfærð þegar dómur Landsréttar hefur verið birtur.
Skotárás í Grafarholti Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Dæmdur fyrir árásina í Úlfarsárdal Shokri Keryo hefur hlotið þriggja og hálfs árs fangelsidóm fyrir skotárás sem átti sér stað í Úlfarsárdal í nóvember í fyrra, þegar hann skaut fjórum skotum að fjórum mönnum. 18. apríl 2024 09:57