„Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. febrúar 2025 15:39 Trey fékk brak í höfuðið úr sjúkraflugvélinni sem hrapaði til jarðar í Fíladelfíu á föstudag. Hann er nú að jafna sig eftir heilaskurðaðgerð. Facebook/AP Tíu ára drengur sem reyndi að skýla litlu systur sinni þegar sjúkraflugvél hrapaði til jarðar í Fíladelfíu fékk brak í höfuðið og þurfti að fara í heilaskurðaðgerð. Hann er nú að jafna sig, feginn að systir sín hafa sloppið og bíður spenntur eftir Ofurskálinni. Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025 Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Enn er verið að rannsaka flugslysið í Fíladelfíu síðasta föstudag en þar hrapaði sjúkraflugvél Jet Rescue Air Ambulance til jarðar í Rhawnhurst-hverfi með þeim afleiðingum að allir sex um borð létust og einn niðri á jörðinni auk þess sem 24 slösuðust. Einn þeirra sem slasaðist var hinn tíu ára Trey Howard sem var í kleinuhringjarúnt með föður sínum og tveimur systkinum, fjögurra og sjö ára, þegar flugvélin hrapaði til jarðar. „Mér leið eins og í bíómynd, hryllingsmynd,“ sagði Andre Howard Jr, faðir drengsins, í viðtali við fjölmiðla vestanhafs. Honum leið eins og verið væri að skjóta byssukúlum á bílinn. „Þú sérð brennandi bíl, brennandi mann ganga um. Þetta var alveg klikkað,“ sagði hann. Andre segist um leið hafa reynt að bakka bílnum í burtu á meðan Trey skýldi litlu systur sinni. „Ég sný mér við og hann er með málm í höfðinu,“ segir Andre. Til að stöðva blæðinguna notaði Andre sokka og skyrtu gangandi vegfaranda og síðan hafi lögregluþjónn komið þeim með hraði upp á spítalann þar sem Trey fór í aðgerð. Ofurskálin og litla systir komu fyrst upp í hugann Um kvöldið hafi fjölskyldunni verið tjáð að það væru miklar líkur á að drengurinn myndi ekki lifa af. Nú nokkrum dögum síðar er hann hins vegar vaknaður, byrjaður að jafna sig og farinn að tala á fullu. Fyrstu orð hans sneru að Ofurskálinni sem er næsta sunnudag þar sem Kansas City Chiefs spila við Philadelphia Eagles. Trey lengst til hægri með systur sinni og yngri bræðrum. „Hann spurði mig: ,Pabbi, hvaða dagur er í dag?' Ég sagði: ,Mánudagur.' ,Ókei, bíddu. Við spiluðum ekki í gær? ,Nei, þú misstir ekki af Ofurskálinni,“ sagði Andre sem lýsir syni sínum sem forföllnum Eagles-aðdáenda. En Trey var ekki bara að velta fyrir sér boltanum heldur líka litlu systur sinni. „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ hafi verið næsta spurning sem drengurinn bar upp. „Þú sagðir okkur að fara niður. Ég var bara að reyna að hjálpa systur minni... næsta sem gerist er að ég hélt ég hefði dáið,“ segir Andre að Trey hafi sagt við sig á spítalanum. Útherji Eagles hyggst spila fyrir drenginn Uppáhalds körfuboltamaðurinn Trey, Tyrese Maxey hjá Philadelphia 76ers, kom í heimsókn á Barnaspítala Fíladelfíu til að gleðja drenginn. Trey verður væntanlega áfram á spítalanum í einhvern tíma og getur vonandi horft á sína menn keppa á sunnudaginn í Ofurskálinni. A.J. Brown, útherji Philadelphia Eagles, brást við fréttunum af Trey í gær og sagðist ætla að spila sérstaklega fyrir drenginn á sunnudag. Hann myndi síðan koma í heimsókn á spítalann, vonandi með titilinn. Speedy recovery! You are a Hero young man! I’m going to come see you when I get back. Hopefully with some hardware. Playing for you on Sunday my man 💪🏾🫶🏽 https://t.co/pUtf2Zsoh2— AJ BROWN (@1kalwaysopen_) February 5, 2025
Bandaríkin Samgönguslys Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira