Erlent

Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað

Jón Þór Stefánsson skrifar
Donald Trump og Justin Trudeau saman á þigni Nató árið 2019.
Donald Trump og Justin Trudeau saman á þigni Nató árið 2019. EPA

Fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna sem áttu að beinast að Kanada hefur verið frestað.

Þetta tilkynnti Justin Trudeau rétt í þessu. Samkvæmt BBC verður þessum tollahækkununum, sem átti að setja á kanadískar vörur sem fluttar eru til Bandaríkjanna, frestað um að minnsta kosti þrjátíu daga.

„Á meðan við vinnum saman,“ er haft eftir Trudeau. 

Fyrr í dag var greint frá því að fyrirhuguðum tollahækkunum Bandaríkjanna gagnvart Mexíkó hefði líka verið frestað um einn mánuð.

Mikið hefur verið fjallað um þessar tollhækkanir Donalds Trumps, sem er nýkominn í embætti Bandaríkjaforseta á ný, en hann hefur talað um að beita tollum á mörg helstu viðskiptaríki Bandaríkjanna.


Tengdar fréttir

Hvað gengur Trump til með tollum?

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill beita Kanada, Mexíkó og Kína umfangsmiklum tollum og segir tolla gegn Evrópu væntanlega á næstunni. Viðbrögð markaða hafa að mestu verið á einn veg, þar sem flest ljós loga rauð í kauphöllum heimsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×