Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2025 20:12 Donald Trump segir að hægt verði að senda þrjátíu þúsund manns í fangabúðir á Kúbu. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti í kvöld að hann ætli sér að gefa út forsetatilskipun um að reisa fangabúðir í Guantánamoflóa á Kúbu. Þangað ætli hann svo að senda farand- og flóttafólk sem heldur ólöglega til í Bandaríkjunum. Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst. Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Þessa skipun ætlar Trump að skrifa undir seinna í kvöld og segist hann ætla að senda „verstu“ afbrotamennina þangað. „Sumir þeirra eru svo slæmir að við treystum ekki einu sinni heimalöndum þeirra til að taka við þeim,“ sagði Trump. „Við viljum ekki að þeir komi aftur svo við ætlum að senda þá til Guantánamo.“ Trump: Today I'm also signing an executive order to instruct the departments of defense and homeland security to begin preparing the 30,000 person migrant facility at Guantanamo Bay pic.twitter.com/2gBXWK4hFz— Acyn (@Acyn) January 29, 2025 Bandaríkjamenn hafa um árabil rekið herfangelsi í Guantánamo á Kúbu og hafa margir meintir hryðjuverkamenn verið fluttir þangað og dúsað þar án dóms og laga á síðustu tveimur áratugum og rúmlega það. Barack Obama reyndi að loka fangelsinu í hans forsetatíð en Donald Trump stöðvaði það. Joe Biden tók svo við keflinu af Obama og fækkaði föngum þar verulega. Fangelsið er hluti af flotastöð Bandaríkjanna á sunnanverðri Kúbu en þegar mest lét voru þar um átta hundruð fangar. Nú eru þeir fimmtán. Sjá einnig: Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Á blaðamannafundi í aðdraganda þess að Trump skrifaði undir lög sem nefnd eru í höfuð ungrar konu sem myrt var af manni frá Venesúela, tilkynnti forsetinn ætlanir sínar með Guantánamo. Þá sagði hann að fangabúðirnar eiga að geta hýst þrjátíu þúsund manns. Lögin sem Trump skrifaði undir í kvöld gera yfirvöldum Í Bandaríkjunum auðveldar að vísa farandfólki sem fremur brot úr landi. Það felur einnig í sér hertar aðgerðir á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sjá einnig : Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Samkvæmt lögunum verður hægt að senda innflytjendur sem eru án leyfis í Bandaríkjunum úr landi, og þá væntanlega til Kúbu, ef þau eru sökuð um þjófnað eða ofbeldisglæpi. Ekki er nauðsynlegt að dæma þá fyrst.
Bandaríkin Donald Trump Kúba Flóttamenn Tengdar fréttir Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07 Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12 Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51 Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Erlent Átján ára með 13 kíló af kókaíni Innlent Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Erlent Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Innlent Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Innlent Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Erlent Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Sjá meira
Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Ríkisstjórn Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur fellt úr gildi minnisblað um að stöðva tímabundið allar styrkveitingar alríkisins í Bandaríkjunum. Minnisblaðið var gefið út fyrir minna en tveimur sólarhringum og leiddi til mikillar óreiðu og óvissu í Bandaríkjunum. 29. janúar 2025 19:07
Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Stofnanir Sameinuðu þjóðanna huga nú að því að draga saman seglin í alþjóðlegu hjálparstarfi í kjölfar þess að stjórnvöld í Bandaríkjunum ákváðu að frysta alla erlenda aðstoð í 90 daga. 29. janúar 2025 08:12
Hótar Kólumbíu refsitollum taki þeir ekki við brottreknu fólki Svo virðist sem ekkert verði úr hótunum Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að setja 25 prósenta refsitoll á allar vörur frá Kólumbíu. 27. janúar 2025 06:51