Vill ræða við Trump í síma Sunna Sæmundsdóttir skrifar 29. janúar 2025 11:49 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir framtíð Grænlendinga ráðast í Nuuk. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra lítur ásælni Bandaríkjaforseta í Grænland alvarlegum augum og ítrekar að fullveldi þjóða beri að virða. Fyrrverandi utanríkisráðherra gagnrýnir hjásetu Kristrúnar á óformlegum fundi forsætisráðherra Norðurlanda um öryggismál á svæðinu. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“ Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hefur ítrekað rætt um að Bandaríkin þurfi að eignast Grænland og gerði það síðast í samtali við fréttamenn um borð í Air Force one forsetaþotunni um helgina. Þar lýsti hann efasemdum um réttmæti yfirráða Dana og sagði það raunar óvinveitt af þeim að hafna kröfu Bandaríkjamanna, þar sem um alþjóðlegt öryggismál sé að ræða. Óhætt er að segja að Danir deili ekki sömu skoðun og í vikunni kynntu þarlend stjórnvöld áætlun um að auka hernaðarviðbúnað ríkisins við Grænland og á norðurslóðum til muna. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, segir stjórnvöld á Norðurlöndum samstíga. „Við verðum auðvitað að horfa á þetta mál alvarlegum augum og Norðurlandaþjóðir eru samstíga í viðbrögðum sínum um að það verður að virða fullveldi ríkja. Það verður að virða sjálfstæði ríkja og það skiptir öllu þegar kemur að alþjóðasamfélaginu að alþjóðalög séu virt.“ Leiðtogar Norðurlandanna að Kristrúnu undanskilinni áttu í vikunni óformlegan fund um öryggis- og varnarmál og hefur fjarvera hennar vakið talsverða athygli. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, skaut föstum skotum að henni í gærkvöldi og sakaði meðal annars um að skrópa í vinnunni. Kristrún gaf ekki færi á viðtali vegna málsins í morgun en forsætisráðuneytið hefur gefið þær skýringar að boðað hafi verið til fundarins samdægurs þar sem ráðherrarnir voru staddir í Danmörku á leið á minningarathöfn í Auschwitz. Hún hafi einfaldlega ekki komist þar sem fyrirvarinn hafi verið of skammur. Kristrún sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í gær munu óska eftir símtali við Bandaríkjaforseta. Hefur þú eitthvað heyrt frá bandarískjum stjórnvöldum eftir að ný ríkisstjórn tók við? „Við höfum ekki rætt sérstaklega saman, ég og nýr forseti, en ég hyggst vera í samskiptum við bandarísk stjórnvöld og bjóða upp á slíkt símtal ef það gengur á næstu vikum,“ segir Kristrún. „Ég hef sagt það áður og segir það enn að framtíð Grænlands mun ráðast í Nuuk. Það er þeirra að ákveða hvert ferðalag þeirra verður og ég stend áfram við það.“
Danmörk Grænland Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Donald Trump Bandaríkin Hernaður Norðurslóðir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira