Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2025 20:01 Runólfur Þórhallsson og Guðmundur Arnar Sigmundsson eru ánægðir með hvernig æfingin „Ísland ótengt“ tókst til í dag. Vísir/Bjarni Það er afar brýnt að kunna að bregðast við svörtustu sviðsmyndinni sem upp gæti komið ef netsamband við Ísland rofnar segir sviðstjóri hjá CERT-IS. Stefnt er að því að fara í raunprófanir til að æfa viðbragð við slíku ástandi og hvernig eina og takmarkaða varanetsamband Íslands um gervihnött yrði nýtt í neyð. Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur. Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Á annað hundrað sérfræðinga frá ýmsum fyrirtækjum og stofnunum komu saman á Hilton Hótel Nordica í dag á æfingunni „Ísland ótengt“ þar sem æfð voru viðbrögð við því ef sæstrengir myndu rofna til landsins. Sviðsstjóri hjá almannavörnum er ánægður með afrakstur dagsins sem sé mikilvægt skref í að auka áfallaþol og öryggi á Íslandi. Sjá einnig: „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ „Við vorum að æfa svona á skrifborðsæfingu það ástand sem gæti komið upp ef það myndi stigmagnast að við værum að missa allt netsamband í gegnum sæstrengi við útlönd. Allt frá því að hafa þá alla í gangi í einu upp í að hægt og rólega duttu þeir allir út og Ísland varð hreinlega sambandslaust við umheiminn,“ segir Guðmundur Arnar Sigmundsson hjá netöryggissveit CERT-IS. „Hvort sem sambandsleysi kæmi upp vegna bilana, sem er mjög ólíklegt, eða náttúruhamfara, eða mannlegra mistaka við uppfærslu eða framkvæmdir, eða mannlegs ásetnings af því það er einhver að fremja hryðjuverk með því að taka kerfið niður, þá eru afleiðingarnar alltaf þær sömu. Afleiðingar sem við vorum að eiga við hér í dag,“ segir Guðmundur. Trúnaður ríkir um margt það sem skoðað var á æfingunni enda um viðkvæma innviði og þjóðaröryggismál að ræða. Fjórir megin sæstrengir liggja til Íslands og tryggja tengingu milli Íslands og umheimsins.Vísir „Við viljum fara í frekari raunprófanir á þessu ástandi, þar erum við að horfa á ólíklegustu en einmitt svörtustu sviðsmyndina og kunna að bregðast við henni,“ segir Guðmundur. „Hvernig myndum við þá nýta einu varaleið Íslands sem væri þá að nýta mjög takmarkað gangasamband í gegnum gervitungl. Hvernig gætum við þá forgangsraðað þessari umferð þannig að hún nýttist samfélaginu sem mestu í heild og þessum mikilvægu innviðum.“ Viðbúin ef stór áföll dynja á Runólfur Þórhallsson, sviðsstjóri almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, segir æfinguna hafa verið afar gagnlega. „Þetta er skref í vegferð til þess að auka áfallaþol og auka hér öryggi,“ segir Runólfur. „Í þessu samtali varð til ákveðin áhættugreining og hvernig við myndum bregðast við þessu ástandi. Grunnurinn í svona áhættugreiningu er þá að skoða hvernig bregðumst við við, hvaða mótvægisaðgerðir eru í boði, fá fólk til að hugsa um það og hugsa jafnvel út fyrir kassann. Hvernig látum við látið þjónustuna og samfélagið virka áfram þó að svona stór áföll dynji á okkur.“ Öryggismál á Grænlandi og Norðurslóðum voru meðal annars í brennidepli á fundi forsætisráðherra Danmerkur með Þýskalandskanslara í dag, en kanslarinn gerði auknar varnir sæstrengja við Eystrasalt meðal annars á blaðamannafundi í dag. Runólfur segist sjá tækifæri til aukinnar samvinnu með nágrannaríkjum hvað varðar varnir þeirra mikilvægu innviða sem sæstrengir eru. „Já alveg klárlega. Ríkislögreglustjóraembættið er í góðum samskiptum við öryggisþjónustur til dæmis á Norðurlöndum en aðrar öryggisþjónustur líka þannig við fáum góðar upplýsingar um það sem er að gerast,“ segir Runólfur.
Öryggis- og varnarmál Sæstrengir Netöryggi Utanríkismál Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda