Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Heimir Már Pétursson skrifar 28. janúar 2025 19:32 Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra biðst afsökunar á símtali við skólameistara og heitir því að gæta stöðu sinnar betur í framtíðinni. Vísir/Sigurjón Inga Sæland félagsmálaráðherra iðrast símtals sem hún átti við skólameistara Borgarholtsskóla og biðst afsökunar á því. Hún segist hvatvís að eðlisfari en verði að átta sig á nýrri stöðu sem ráðherra. Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að félags- og húsnæðismálaráðherra hefði hringt til Ársæls Guðmundssonar skólameistara Borgarholtsskóla eftir að barnabarn hennar hafði týnt dýrum Nike íþróttaskóm í skólanum. Í Borgarholtsskóla tíðkast að nemendur fari úr útiskóm og gangi ýmist um í inniskóm eða á sokkaleitunum innandyra. Inga hafi ekki verið sátt við að skórnir kæmu ekki í leitirnar. „Já, ég hringdi í þennan góða mann sem amma. Amman sem ég er. Svona ekki alveg orðin meðvituð um að ég er orðin ráðherra. Þetta gerist allt fljótt. Þetta var snemma í janúar. Ég átta mig auðvitað á að skyldur mínar eru ansi mikið öðruvísi nú en þær voru þá. Þrátt fyrir að ég ætli að reyna að vera sem mest af Ingu sem kostur er, þótt svo hún sé ráðherra, þá hefði amman kannski átt að telja upp á 86 áður en hún tók upp símann sem hefði getað valdið ákveðnum misskilningi. En þetta var líka í góðri trú,“ segir Inga Skórnir fundust að lokum samkvæmt frétt Vísis og ekki að tilstuðlan þessa símtals. Strákur á svipuðu reki og barnabarn ráðherrans hafði óvart tekið skóna í misgripum. Samkvæmt heimildum Vísis minnti Inga á áhrif sín í samfélaginu og jafnvel tengsl hennar við lögregluna í símtalinu. Skólameistari vildi hins vegar ekkert staðfesta um innihald símtalsins þegar eftir því var leitað en staðfesti að símtalið hefði átt sér stað. Varstu hvatvís í þessu símtali og minntist á að þú hefðir sambönd sem ráðherra og jafnvel við lögregluna? „Nei, það gerði ég ekki. Það er orðum aukið,“ segir ráðherra. Hún kannist hins vegar við að hafa verið mjög ákveðin eins og henni væri eðlislægt. Amman hefði átt að hugsa sig betur um áður en hún tók upp símtólið. „Og ég biðst bara afsökunar á því í rauninni að hafa tekið, hvað á ég að segja, þessa hvatvísu ákvörðun. Hvatvísin hefur nú reynst mér mjög vel til þessa og komið mér þangað sem ég er í dag. Að geta farið að vinna fyrir fólkið okkar af hug og hjarta og mér þykir verulega vænt um það. En ég mun vanda mig betur og finnst miður að hafa misstigið mig svona snemma í ferlinu,“ sagði Inga Sæland að loknum ríkisstjórnarfundi í dag.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flokkur fólksins Alþingi Styrkir til stjórnmálasamtaka Tengdar fréttir Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16 Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Fleiri fréttir Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Sjá meira
Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra segir hvatvísina hafa verið við völd þegar hún tók upp tólið og hringdi, sem amma, í skólameistara Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns síns. Hún segist ætla að gera betur og biðst afsökunar á því að hafa hringt þetta símtal. Ábyrgð hennar sé mikil í dag sem ráðherra. 28. janúar 2025 13:16
Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Inga Sæland félags- og húsnæðismálamálaráðherra mun hafa sagst hafa ítök í lögreglunni þegar hún hellti sér yfir skólastjóra Borgarholtsskóla vegna týnds skópars barnabarns hennar. Skórnir komu í leitirnar en ekki vegna pressu ráðherra. Inga segir málið ekki koma Vísi við. 27. janúar 2025 14:28