Örfáir læknar sinni hundruðum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. janúar 2025 11:36 Röð sem þessi er ekkert einsdæmi segir framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar. Stærsta vandamál starfseminnar sé mönnunarvandi líkt og víða annars staðar í heilbrigðiskerfinu. Aðsend mynd Hundruð sækja Læknavaktina daglega og framkvæmdastjóri segir læknaskort plaga starfsemina. Mikil veikindi herji nú á landsmenn. Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán. Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Röðin inn á Læknavaktina náði niður á neðri hæð Austurvers í gær og liðaðist þar um gangana. Stefán Ari Guðmundsson, framkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir ekki um einsdæmi að ræða og álagið almennt mikið. „Í gær komu tvö hundruð og sextíu manns til okkar. Á virkum dögum eru þetta oft um tvö til þrjú hundruð sem koma til okkar og um helgar eru þetta um fjögur til fimm hundruð hvorn dag. Og það eru náttúrulega bara mikil veikindi eins og allir verða varir við í samfélaginu. Þetta sveiflast mjög mikið eftir því hvernig staðan er,“ segir Stefán. Hann segir vöntun á fleiri læknum til þess að sinna þessum fjölda. Sjö læknar hafi til að mynda sinnt hátt í þrjú hundruð manns í gærkvöldi. Allt að fimm hundruð manns leita almennt til Læknavaktarinnar á einum degi.vísir/vilhelm „Grunnvandinn er mönnunarvandi. Það er stærsta málið. Og það má nú kannski geta þess líka að þessir læknar og þetta fólk sem er að starfa hjá okkur er í líka í vinnu annars staðar. Þetta eru læknar á heilsugæslunum og þeir eru að koma til okkar beint í framhaldi eftir sína dagvinnu. Það vantar fleiri heimilislækna. Það er bara staðan.“ Síðdegisvaktir heilsugæslu voru lagðar af í fyrra. Fólk kemst nú einungis að samdægurs ef erindið er metið brýnt og mörg dæmi eru um að fólk hafi átt í erfiðleikum með að fá tíma. Stefán segist finna fyrir breytingunni á Læknavaktinni. „Það er þannig ef fólk á erfitt með að komast að á sinni heilsugæslu að þá er læknavaktin staðurinn sem það leitar til. Og við finnum auðvitað fyrir því ef það er minna framboð á heislugæslu. Það er bara er beint samband þar á milli,“ segir Stefán.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Reykjavík Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira