„Leyfðu þeim“ aðferðin Ingrid Kuhlman skrifar 28. janúar 2025 08:03 „Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingrid Kuhlman Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
„Leyfðu þeim“ aðferðin, sem Mel Robbins, sem er metsölurithöfundur, fyrirlesari og ráðgjafi, þróaði, er einföld en öflug leið til að efla meðvitund um eigin viðbrögð og hugarfar. Hugsanlega hefur hann fengið innblástur úr æðruleysisbæninni en Robbins kynnir aðferðina í bók sinni The LET THEM theory: A Life-Changing Tool that Millions of People Can‘t Stop Talking About (2024). Grundvöllur aðferðarinnar byggir á stoískri heimspeki sem leggur áherslu á að einbeita sér að því sem við getum haft áhrif á, svo sem okkar eigin hegðun og viðbrögð, í stað þess að reyna að breyta ytri aðstæðum sem við getum ekki haft áhrif á. Aðferðin samanstendur af tveimur meginþáttum: 1. Leyfðu þeim: Þessi þáttur felur í sér að sleppa þörfinni fyrir að stjórna eða breyta hegðun annarra. Þetta þýðir að við leyfum öðrum að vera eins og þeir eru, jafnvel þó að hegðun þeirra samræmist ekki okkar gildum eða væntingum. Með þessu sparast orka sem ella færi í tilraunir til að breyta aðstæðum sem við höfum engin áhrif á. 2. Leyfðu mér: Þessi þáttur leggur áherslu á sjálfstjórn og ábyrgð á eigin viðbrögðum. Hann snýst um að taka ábyrgð á því hvernig við bregðumst við aðstæðum, tilfinningum og hegðun annarra, sem er lykilatriði í að viðhalda andlegri heilsu og stuðla að heilbrigðum samskiptum. Notagildi í daglegu lífi „Leyfðu þeim“ aðferðin getur verið gagnleg í fjölmörgum aðstæðum, allt frá fjölskyldu- og vinatengslum til samstarfs við kollega. Aðferðin minnkar álagið sem fylgir því að reyna að hafa áhrif á ytri aðstæður eða hegðun annarra. Hún stuðlar að auknum skilningi og umburðarlyndi í samskiptum, dregur úr ágreiningi og eflir sjálfsskoðun og sjálfsvitund. Við erum hvött til að íhuga hvers vegna við bregðumst við á tiltekinn hátt og hvernig við getum breytt viðbrögðum okkar til að bæta líðan. Hér eru nokkur dæmi um hvernig aðferðin virkar: Makinn ákveður að elda kvöldmat en notar allt önnur krydd og önnur hráefni frá því sem venjulega er gert. ✔ Leyfðu honum að breyta uppskriftinni. Leyfðu mér að meta framlag hans og njóta máltíðarinnar. Ég fékk gagnrýni frá samstarfsmönnum eftir að hafa haldið kynningu í vinnunni.✔ Leyfðu samstarfsmönnunum að dæma mig. Leyfðu mér að vera örugg/ur og treysta á eigin getu. Vinur minn kaupir aðeins merkjavörur í dýrum verslunum.✔ Leyfðu honum að kaupa dýra hluti. Leyfðu mér að halda mig við fjárhagsáætlun mína og líða vel með mínar ákvarðanir. Frænka mín sagði upp góðu starfi og ætlar að gerast jógakennari.✔ Leyfðu henni að eltast við sín markmið. Leyfðu mér að hvetja hana áfram á meðan ég einbeiti mér að mínu eigin ferðalagi. Samstarfsmaður hrósar sjálfum sér óspart af nýlegum árangri í verkefni.✔ Leyfðu honum að monta sig af árangri sínum. Leyfðu mér að fagna mínum eigin framförum. Fjölskyldumeðlimur hefur allt aðrar pólitískar skoðanir þegar kemur að loftslagsmálum.✔ Leyfðu honum að vera ósammála mér í pólitískum skoðunum. Leyfðu mér að virða skoðanir hans og læra af mismunandi sjónarhornum. Samstarfsmaður er ekki tilbúinn að ræða vandamál sem kom upp á vinnustaðnum.✔ Leyfðu honum að vilja ekki ræða vandamálið strax. Leyfðu mér að veita honum tíma og rými án þess að taka það persónulega. Þessi dæmi sýna hvernig „Leyfðu þeim“ aðferðin getur auðveldað okkur að takast á við daglegar áskoranir með jafnaðargeði og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Aðferðin hvetur okkur til að eyða ekki orku í það sem við getum ekki stjórnað, bera okkur ekki saman við aðra og sleppa takinu á væntingum annarra. Með því að endurmeta viðbrögð okkar og taka meðvitaða ákvörðun um hvernig við bregðumst við, getum við dregið úr streitu og stuðlað að aukinni vellíðan. Greinarhöfundur er leiðbeinandi hjá Þekkingarmiðlun og með meistaragráðu í hagnýtri jákvæðri sálfræði.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun