Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar 26. janúar 2025 20:05 Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Sanna Magdalena Mörtudóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Fátækt er eins og ryksuga sem fer um lífið þitt og sogar upp allan peninginn þinn, frítímann, sjálfstraustið og valfrelsið; getuna til að velja hvernig þú lifir lífinu. Þau sem hafa efni á því að kaupa margar íbúðir geta leyft sér að leigja þær út á hvaða verði sem þeim sýnist. Ef þú hefur ekki sömu eignastöðu, þá býrðu við minna húsnæðisöryggi, getur ekki búið í því hverfi eða á þeim stað sem þú myndir helst vilja búa og ert líklegri til að lifa í þröngbýli. Misskipting og ójöfnuður er það sem gefur fátæktarryksugunni kraft, kveikir á henni og knýr hana áfram til að fara inn í líf þeirra sem lítið eiga og soga það upp til handa þeim sem eiga mest. Því meiri misskipting, því hærri kraftur sem sogar upp áttatíu, jafnvel nítíu prósent af þinni mánaðarlegu innkomu í húsnæðiskostnað. Það er aldrei að vita hvar þetta endar, sogkrafturinn gæti tekið allar þínar tekjur á einu augabragði. Fátækt er eins og snjöll ryksuga sem kann að fara inn í alla króka og kima og finna leiðir til að sjúga meira úr þér þó ekkert sé eftir til að taka. Það gerir hún með álögum á fátæka; gjaldtöku fyrir það að búa við skort. Því það kostar nefnilega að fá aðgang að pening þegar þú átt engan, það kostar sitt að nota netgíró úti í búð, það kostar sitt að taka smálán og vextir af yfirdráttarheimildinni eru glæpsamlegir. Fátæktarryksugunni er alveg sama, tekur allt sem hægt er að taka, spýtir út úr sér innheimtubréfum og sogar á endanum til sín lánstraustinu og skellir þér á vanskilaskrá. Næringarríkur matur, menningarviðburðir, félagslíf og frítími er það sem sogast frá lífi þeirra sem búa við fátækt. Mantran um að við höfum öll sömu tuttugu og fjóra tímana til að gera það besta úr deginum á ekki við um þau sem þurfa að reiða sig á óáreiðanlegar, tímafrekar og vanfjármagnaðar almenningssamgöngur. Kvöldin sem tími slökunar og endurrnæringar eru það svo sannarlega hjá þeim sem greiða öðrum fyrir heimilisþrifin en það á ekki við um þau sem verja kvöldunum í þrifin í leit að aukatekjum. Sjálfstraustspeppandi er fátæktin ekki, sérstaklega þegar skilaboð samfélagsins eru þau að þú getir sjálfri þér um kennt fyrir þína örbirgð, hljótir að geta fundið fleiri tekjumöguleika, nú eða þrifið fleiri hús. Skömm er tilfinning sem fylgir gjarnan fátækt, að skammast sín fyrir þá stöðu að geta ekki gert eðlilega hluti. Líkt og þegar börn hika við að bjóða vinum í heimsókn vegna þröngbýlis og lélegra húsakynna. Slökkvum á þessari ömurlegu vél misskiptingar sem dregur lífsgæði og hamingju frá fólki. Ný ríkisstjórn ætlar að „stíga stór skref til að uppræta fátækt“ líkt og fjallað er um í stefnuyfirlýsingu Samfylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Ég bíð spennt eftir því að sjá slíkt verða að veruleika en á þó í erfiðleikum með að sjá hvernig slíkt gerist án þess að ætla að breyta kerfi sem gerir misskiptingu kleift að viðgangast; skattkerfi sem hyglir hátekjufólki en ræðst á lágtekjufólk, skattkerfi sem neitar að taka útsvar af fjármagnseigendum en skattleggur þá sem eiga ekki fyrir mat út mánuðinn. Ráðast þarf að rótum vandans til að uppræta fátækt og þar eru húsnæðismálin stór þáttur. Byggja þarf upp þannig að það verði frávik frekar en norm að fjárfestar og hagnaðardrifnir leigusalar safni til sín íbúðum og leigi út á okurverði. Höfundur er formaður kosningastjórnar Sósíalistaflokksins.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun