Áslaug ætlar í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 12:38 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Síðast var hún háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024. Vísir/Rax Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Erlent Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Erlent Þrír góðir veðurdagar framundan: „Rjómablíða út um allt“ Veður Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01