Áslaug ætlar í formanninn Jón Þór Stefánsson skrifar 26. janúar 2025 12:38 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur gengt nokkrum ráðherraembættum. Síðast var hún háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra 2022–2024. Vísir/Rax Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra ætlar að sækjast eftir kjöri sem formaður Sjálfstæðisflokksins á komandi landsfundi flokksins. Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Þetta kom fram á fundi Áslaugar í Sjálfstæðissalnum við Austurvöll, NASA. „Við Sjálfstæðismenn og raunar þjóðin öll, megum engan tíma missa. Á meðan núverandi stjórn er við völd, á meðan borgin er rekin á yfirdrætti, þegar flokkurinn þarf mest á því að halda að fá nýjan kraft og þegar erindið hefur aldrei verið brýnna - getum við ekki beðið. Tíminn er núna. Tækifærið er núna. Kæru vinir, það er þess vegna sem ég býð mig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins.” Þetta sagði Áslaug í ræðu á fundinum. Ræðuna í heild sinni má nálgast í spilaranum hér að neðan. Þar fór hún einnig um víðan völl. Hún þakkaði Þórdísi Kolbrúnu fyrir starf hennar í þágu flokksins og óskaði fráfarandi formanni, Bjarna Benediktssyni, til hamingju með daginn, en hann á afmæli í dag. Þá skaut hún á ríkisstjórnina sem tók við í desember síðastliðnum. „Það þurfti sem fyrr segir ekki langan tíma undir stjórn vinstrimanna á eftirhrunsárunum til að minna fólk á hvers vegna slíkar stjórnir eru sjaldan myndaðar. Og nú erum við með samskonar stjórn og eftir hrun. Tveggja flokka vinstristjórn. Með þessum tveimur flokkum eru líka einhvers konar félagasamtök sem stefna að því að skrá sig sem stjórnmálaflokk fyrr eða síðar.Þing er ekki hafið og það er strax farið að bresta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Það hlýtur að vera Íslandsmet.“ Jafnframt talaði Áslaug um að sveitastjórnarmálin. Hún sagði að góð kosning fyrir Sjálfstæðisflokkinn í kosningunum á næsta ári væri mikilvæg, og minntist sérstaklega á borgarstjórnarkosningar í Reykjavík. Áslaug hefur verið sterklega orðuð við formannsframboð í Sjálfstæðisflokknum eftir að Bjarni Benediktsson greindi frá því að hann myndi ekki sækjast eftir endurkjöri. Landsfundur Sjálfstæðisflokksins fer fram um mánaðarmót febrúar og mars. Eftir að Bjarni tilkynnti um ákvörðun sína voru margir orðaðir við framboð, sérstaklega fyrrverandi ráðherrar flokksins, sem létu af embættum þegar ný ríkisstjórn tók við í desember. Það eru Áslaug, Guðlaugur Þór Þórðarson, Guðrún Hafsteinsdóttir, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. Sú síðastnefnda tilkynnti þó á fimmtudag að hún hygðist ekki bjóða sig fram í neitt embætti á landsfundi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Tengdar fréttir Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Sjá meira
Áslaug Arna boðar til fundar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, boðar til fundar í Sjálfstæðisalnum við Austurvöll, í gamla NASA. 25. janúar 2025 08:01