Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. janúar 2025 11:53 Magnús Þór Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands. Vísir/einar Samninganefndir allra aðildarfélaga Kennarasambands Íslands hafa verið boðaðar til stöðufundar í húskynnum Kennarasambandsins eftir hádegi. Algjör pattstaða er uppi í kjaraviðræðum kennara og sveitarfélaga. Formaður Kennarasambandsins vonar að skýrari mynd fáist af afstöðu félagsfólks að loknum fundi. Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“ Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Inga Rún Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög væru komnar á endastöð, þær strönduðu á kröfum um miklar launahækkanir og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands kveðst ekki vilja bregðast sérstaklega við ummælum Ingu. „Hún talar fyrir sitt fólk greinilega. Staðan hjá okkur er sú að við ákváðum að boða til fundar samninganefndir allra aðildarfélaganna sjö hjá Kennarasambandinu og hann mun fara fram í okkar húsakynnum í dag eftir hádegi, þar ætlum við að fara yfir síðustu daga, þar á meðal svona millileik sem við höfðum lagt fram síðustu helgi. Eftir þann fund vitum við sennilega betur hvar okkar afstaða liggur,“ segir Magnús. Greint verður frá vendingum á fundinum að honum loknum. Magnús reiknar með að um fimmtíu manns verði þar viðstaddir. Heldurðu að sé vilji fyrir því hjá þínu félagsfólki að slá eitthvað af kröfunum? „Við erum bara í dag að fara yfir þær leiðir sem við höfum verið að lyfta upp hjá okkar vólki. Við erum á þeim stað að markmiðið er það að sérfræðingar í kennarastéttinni séu á þeim stað í launum sem störfum þeirra ber og það markmið hefur ekkert breyst,“ segir Magnús. Fréttastofa greindi frá því í gær að foreldrar leikskólabarna í fjórum verkfallsleikskólum hafi stefnt Kennarasambandinu á grundvelli þess að börnum hafi verið mismunað í verkfallinu. „Við teljum að farið hafi verið að öllum lögum sem gilda um verkföll og það á eftir að koma í ljós í dómskerfinu hvar sú niðurstaða liggur.“
Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024-25 Kjaramál Stéttarfélög Kjaraviðræður 2023-25 Tengdar fréttir „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31 Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12 Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
„Við erum algjörlega komin á endastöð“ Kjaraviðræður kennara við ríki og sveitarfélög eru komnar stál í stál og fátt virðist geta komið í veg fyrir að verkföll skelli á um mánaðamótin. Formaður samninganefndar sveitarfélaga segir viðræðurnar á endastöð og stranda á kröfum um miklar launahækkanir. 23. janúar 2025 20:31
Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða Hópur foreldrar leikskólabarna hefur stefnt Kennarasambandi Íslands vegna verkfallsaðgerða kennara. Foreldrarnir telja aðgerðirnar ólöglegar. 23. janúar 2025 12:12
Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Færst hefur í aukana að skólastarfsfólki sé hótað kæru þegar tekið er á agavandamálum innan veggja skólanna. Formaður Skólastjórafélags Íslands segir ofbeldi gagnvart starfsfólki hafa aukist og að samskipti foreldra við skólana einkennist af meiri hörku en áður. Hann kallar eftir samræmdum reglum um utanaðkomandi aðgengi að kennurum og skólastarfi og að nauðsynlegum úrræðum verði fjölgað. 22. janúar 2025 13:03