Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 16:15 Þriggja manna hagræðingarhópur hefur verið skipaður. Vísir/Vilhelm Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í upphaf árs og fóru tillögurnar strax að hrannast inn. Fram kom í lýsingu gáttarinnar að árinu í ár sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Tillögurnar sem hafa borist eru jafnmismunandi og þær eru margar. Meðal þeirra er að Ísland gangi úr Atlantshafsbandalaginu, fækka sendiráðum og stofnunum og aðstoðarmönnum ráðherra. Margar tillögurnar snúa einnig að rekstri Ríkisútvarpsins eða jafnvel tilvist þess. Flestir velja þó að gera tillögur sínar ekki aðgengilegar almenningi. Kristrún Frostadóttir hefur sagst vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist í gáttina og að almenna þekkingin reynist gjarnan vel. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ hefur Kristrún sagt. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu. Fram hefur einnig komið að tillögurnar verði greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Þá hefur þegar verið skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki hugmyndirnar allar saman. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45 Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í upphaf árs og fóru tillögurnar strax að hrannast inn. Fram kom í lýsingu gáttarinnar að árinu í ár sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Tillögurnar sem hafa borist eru jafnmismunandi og þær eru margar. Meðal þeirra er að Ísland gangi úr Atlantshafsbandalaginu, fækka sendiráðum og stofnunum og aðstoðarmönnum ráðherra. Margar tillögurnar snúa einnig að rekstri Ríkisútvarpsins eða jafnvel tilvist þess. Flestir velja þó að gera tillögur sínar ekki aðgengilegar almenningi. Kristrún Frostadóttir hefur sagst vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist í gáttina og að almenna þekkingin reynist gjarnan vel. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ hefur Kristrún sagt. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu. Fram hefur einnig komið að tillögurnar verði greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Þá hefur þegar verið skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki hugmyndirnar allar saman.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45 Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51
Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42