Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 23. janúar 2025 16:15 Þriggja manna hagræðingarhópur hefur verið skipaður. Vísir/Vilhelm Frestur til að leggja til hagræðingartillögur í samráðsgátt stjórnvalda rennur út á miðnætti. Hátt á fjórða þúsund tillaga hafa þegar borist. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í upphaf árs og fóru tillögurnar strax að hrannast inn. Fram kom í lýsingu gáttarinnar að árinu í ár sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Tillögurnar sem hafa borist eru jafnmismunandi og þær eru margar. Meðal þeirra er að Ísland gangi úr Atlantshafsbandalaginu, fækka sendiráðum og stofnunum og aðstoðarmönnum ráðherra. Margar tillögurnar snúa einnig að rekstri Ríkisútvarpsins eða jafnvel tilvist þess. Flestir velja þó að gera tillögur sínar ekki aðgengilegar almenningi. Kristrún Frostadóttir hefur sagst vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist í gáttina og að almenna þekkingin reynist gjarnan vel. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ hefur Kristrún sagt. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu. Fram hefur einnig komið að tillögurnar verði greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Þá hefur þegar verið skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki hugmyndirnar allar saman. Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45 Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra kallaði eftir sparnaðarráðum í rekstri ríkisins í Samráðsgátt stjórnvalda í upphaf árs og fóru tillögurnar strax að hrannast inn. Fram kom í lýsingu gáttarinnar að árinu í ár sé áætlað að útgjöld íslenska ríkisins verði um 1.550 milljarðar króna eða 16 milljónir á hverja fjögurra manna fjölskyldu. Tillögurnar sem hafa borist eru jafnmismunandi og þær eru margar. Meðal þeirra er að Ísland gangi úr Atlantshafsbandalaginu, fækka sendiráðum og stofnunum og aðstoðarmönnum ráðherra. Margar tillögurnar snúa einnig að rekstri Ríkisútvarpsins eða jafnvel tilvist þess. Flestir velja þó að gera tillögur sínar ekki aðgengilegar almenningi. Kristrún Frostadóttir hefur sagst vongóð um að margar gagnlegar tillögur berist í gáttina og að almenna þekkingin reynist gjarnan vel. „Okkur finnst skipta máli að eiga víðtækt samráð,“ hefur Kristrún sagt. Ríkisstjórnin ætlar að vinna árið 2025 eftir samþykktu fjárlagafrumvarpi fyrri ríkisstjórnar en hefur farið mikinn í vangaveltum um hagræðingu. Fram hefur einnig komið að tillögurnar verði greindar með gervigreind í fyrsta fasa. Þá hefur þegar verið skipaður þriggja manna hagræðingarhópur sem taki hugmyndirnar allar saman.
Alþingi Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Rekstur hins opinbera Tengdar fréttir Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45 Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51 Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42 Mest lesið Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Fleiri fréttir Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Sjá meira
Ríkisstjórnin óskar nú eftir sparnaðarráðum frá forstöðumönnum Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafa ritað forstöðumönnum hjá ríkinu bréf þar sem óskað er eftir hugmyndum og sjónarmiðum um hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. 16. janúar 2025 16:45
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Víst er að landsmenn hafa tekið því boði Kristrúnar Frostadóttur fagnandi að fá að viðra sjónarmið sín opinberlega um hvað gæti orðið til sparnaðar í rekstri hins opinbera. 3. janúar 2025 14:51
Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Sparnaðarráðum rignir inn í Samráðsgátt stjórnvalda eftir að forsætisráðherra kallaði í dag eftir tillögum frá almenningi, fyrirtækjum og hagsmunaaðilar um hvar og hvernig megi hagræða í rekstri ríkisins. Forsætisráðherra býst við mörgum gagnlegum ábendingum enda hafi hún góða reynslu af slíku samráði. 2. janúar 2025 18:42