Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar 23. janúar 2025 10:00 Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegagerð Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er margt líkt með gatnakerfinu og tönnunum okkar. Ótrúlegt en satt. Tannlækningar eru lykilþáttur í því að viðhalda góðri heilsu og vellíðan. Með reglulegum heimsóknum til tannlæknis og góðri tannhirðu er hægt að koma í veg fyrir mörg algengustu vandamál. Tannlæknar sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilbrigðum tönnum og tannholdi. En svo gera þeir við holurnar ef illa hefur farið. Það er ekkert grín að skemma bílinn sinn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt ef bíllinn skemmist við það eitt að skella í óvænta holu á veginum. Holu sem var kannski ekki þarna í gær. Til að koma í veg fyrir holur í götunum þarf að beita sömu aðferðum og tannlæknar. Það þarf að skoða reglulega og sérhæfa sig í greiningu, meðferð og fyrirbyggjandi aðgerðum sem stuðla að heilu og fínu yfirborði. En svo þarf að gera við holuna hratt og vel ef illa hefur farið. Ýmsar ástæður geta verið fyrir því að holur myndast í vegum. Umhleypingar, vatn, frost og þíða hafa mikil áhrif. Slíkt veðurfar er eins og harðar karamellur fyrir vegi. Lítil sprunga í vegi, sem fyllist af vatni sem svo frýs og þiðnar aftur myndar spennu í veginum. Þegar þungum bíl er ekið yfir sprunguna á þessum tímapunkti getur hola myndast mjög hratt. Það er heldur ekkert grín að brjóta tönn. Það er alveg hundfúlt. Sérstaklega er fúlt skemma tönn við það að bíta í eitthvað eins og gómsæta karamellu. Eitthvað sem þú hefur margoft bitið í. Líklega brotnar hún vegna þess að fyrir var veikleiki eða lítil sprunga. Þegar tönn brotnar þarf að hafa samband við tannlækni. Hann getur fyllt í holuna til bráðabirgða og svo gefið þér tíma í betri viðgerð. Þegar vegur brotnar þarf að líka að láta vita. Þá ber veghaldara skylda til að láta laga holuna til bráðabirgða þar til hægt er að framkvæma betri viðgerð. Í áratugi hefur vegum á Íslandi ekki verið nægilega vel við haldið. Vegagerðin er fjársvelt og getur með núverandi fjárveitingum aðeins sinnt bráðaviðhaldi. Forsvarsmenn Vegagerðarinnar telja viðhaldsskuld okkar við vegakerfið okkar nema tugum milljarða. Vonandi kemur sá tími að veitt verði fé í viðhald vega og vonandi kemur sá tími að ákveðið verður að leggja betri vegi. Þangað til verðum við að sætta okkur við lélega umhirðu og tjasla í holur svo þær skemmi ekki bíla og valdi ekki slysum. Tilkynnum holur sem verða á vegi okkar. Til dæmis með því að senda línu á Vegagerðina eða með því að nota vegbot.is Höfundur er framkvæmdastjóri Colas.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun