Leyfið heyrir sögunni til Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2025 09:36 JL húsið er í Vesturbæ Reykjavíkur. Þar hefur verið ýmis starfsemi í gegnum tíðina. Reykjavíkurborg ætlaði að breyta húsnæðinu í úrræði fyrir um 400 hælisleitendur. Vísir/Vilhelm Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi ákvörðun skipulagsfulltrúa Reykjavíkur um breytingar á skilmálum deiliskipulags Lýsisreits sem heimilaði breytingar á JL-húsinu sem hefði gert mögulegt að hýsa á fjórða hundrað hælisleitenda í húsinu. Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg, sem deila lóð með JL-húsinu, lögðu fram kæru í desember vegna þess að hýsa átti um 326 hælisleitendur í húsinu og töldu það verulegar breytingar á deiliskipulagi. Það hefði átt að auglýsa framkvæmdina og kynna hana fyrir íbúum. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni. Þau hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar í húsinu. Úrskurðurinn er hér. Vinnumálastofnun hafði ætlað sér að setja upp í húsinu búsetuúrræði fyrir um 326 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þá ætlaði Vinnumálastofnun að vera með aðstöðu á fyrstu hæð. Þá var einnig gert ráð fyrir einhverri tegund af gæslu eða eftirliti og þjónustu sem myndi krefjast viðveru starfsmanns allan sólarhringinn. Nefndin felldi úrskurð sinn í gær og þar er ekki fallist á þau rök Reykjavíkurborgar að ráðgerð notkun hússins sé sambærileg þeirri notkun sem áður hafi verið á húsinu. Þá orki það tvímælis að leggja að jöfnu grenndaráhrif sértæks búsetuúrræðis eins og þarna um ræðir, þar sem dvalið er til lengri tíma, við starfsemi hótels og gistihúss eða skóla. Nefndin féllst því á kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Áður hefur komið fram að eigandi hússins hefur þegar hafið framkvæmdir og að nýting búsetuúrræðisins sé þegar hafin. Nýlega kom fram í frétt hjá RÚV að um sextíu konur væru fluttar inn í húsið. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 vildu ekki fallast á ekki á í kæru sinni og nefndin styður. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmæt. Fréttin hefur verið leiðrétt. Vinnumálastofnun en ekki Reykjarvíkurborg stendur að því að koma upp búsetuúrræði í húsinu. Leiðrett klukkan 12:23 þann 23.1.2025 Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Íbúar í fjölbýlishúsi við Grandaveg, sem deila lóð með JL-húsinu, lögðu fram kæru í desember vegna þess að hýsa átti um 326 hælisleitendur í húsinu og töldu það verulegar breytingar á deiliskipulagi. Það hefði átt að auglýsa framkvæmdina og kynna hana fyrir íbúum. Áhyggjur nágrannanna eru ekki nýjar af nálinni. Þau hafa kvartað yfir skorti á samráði vegna plana borgarinnar í húsinu. Úrskurðurinn er hér. Vinnumálastofnun hafði ætlað sér að setja upp í húsinu búsetuúrræði fyrir um 326 umsækjendur um alþjóðlega vernd. Þá ætlaði Vinnumálastofnun að vera með aðstöðu á fyrstu hæð. Þá var einnig gert ráð fyrir einhverri tegund af gæslu eða eftirliti og þjónustu sem myndi krefjast viðveru starfsmanns allan sólarhringinn. Nefndin felldi úrskurð sinn í gær og þar er ekki fallist á þau rök Reykjavíkurborgar að ráðgerð notkun hússins sé sambærileg þeirri notkun sem áður hafi verið á húsinu. Þá orki það tvímælis að leggja að jöfnu grenndaráhrif sértæks búsetuúrræðis eins og þarna um ræðir, þar sem dvalið er til lengri tíma, við starfsemi hótels og gistihúss eða skóla. Nefndin féllst því á kröfu kæranda um ógildingu hinnar kærðu ákvörðunar. Áður hefur komið fram að eigandi hússins hefur þegar hafið framkvæmdir og að nýting búsetuúrræðisins sé þegar hafin. Nýlega kom fram í frétt hjá RÚV að um sextíu konur væru fluttar inn í húsið. Fyrirtækið HB121 keypti húsið árið 2023 og urðu þau tímamót að í fyrravor að Myndlistarskólinn flutti starfsemi sína úr húsinu þar sem hann hafði starfað í aldarfjórðung. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sagði í fréttum Stöðvar 2 í október að ekki hefði verið nauðsynlegt að boða til grenndarkynningar því áformin væru í takti við deiliskipulag borgarinnar. „Ég held það sé alltaf gott að upplýsa fólk og íbúa. En auðvitað, þetta er húsnæði og þarna hefur verið rekin gististarfsemi. Mér sýnist að það verði áfram, það verður þjónusturými á fyrstu hæðinni þannig þetta er allt saman samkvæmt skipulagi,“ sagði Heiða Björg. Þetta er það sem íbúar við Grandaveg 42 vildu ekki fallast á ekki á í kæru sinni og nefndin styður. Í kæru sinni finna þeir að því að Yrki arkitektar hafi fengið breytingu á deiliskipulagi í gegn með umsókn sinni í nóvember vegna heimildar að vera með sérstakt búsetuúrræði fyrir flóttafólk á Hringbraut 121. Í kæru lögfræðistofunnar Landslaga fyrir hönd íbúa í fjölbýlishúsinu er vísað til þess að fara eigi með breytinguna eins og að um nýtt deiliskipulag sé að ræða vegna breyttrar landnotkunar. Ella hafi borginni borið að setja breytinguna í grenndarkynningu. Því sé málsmeðferð skipulagsfulltrúa ólögmæt. Fréttin hefur verið leiðrétt. Vinnumálastofnun en ekki Reykjarvíkurborg stendur að því að koma upp búsetuúrræði í húsinu. Leiðrett klukkan 12:23 þann 23.1.2025
Reykjavík Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Skipulag Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira