Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Bjarki Sigurðsson skrifar 22. janúar 2025 20:22 Barni og móður heilsast vel. Hildur Þórisdóttir Kona sem eignaðist barn á Seyðisfirði í óveðrinu í vikunni segir það óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg líkt og það gerði. Öryggi íbúa sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austfjörðum. Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur. Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira
Í óveðrinu á Austfjörðum fyrr í vikunni voru ýmsir vegir milli þéttbýliskjarna lokaðir, þar á meðal vegurinn milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða um Fjarðarheiði. Þegar vegurinn er lokaður er engin leið fyrir íbúa Seyðisfjarðar að komast til Neskaupstaðar þar sem má finna fjórðungssjúkrahús Austurlands. Hildur Þórisdóttir, íbúi á Seyðisfirði, var komin 38 vikur á leið á mánudagsmorgun, þegar veðrið var hvað verst. Þá fann hún að allt var að byrja að gerast en ekki hægt að komast úr bænum. „Stuttu seinna, kannski svona hálftíma seinna, eru tveir sjúkraflutningamenn komnir hérna heim. Ég er farin að gera mér grein fyrir því að ég komist ekki langt því þetta er að gerast svo hratt,“ segir Hildur. Hildur Þórisdóttir býr á Seyðisfirði og er með sæti í sveitarstjórn Múlaþings.Aðsend Það tókst ekki að færa Hildi á heilsugæsluna á Seyðisfirði og heima fæddi hún lítinn heilbrigðan dreng. „Í raun og veru gengur þetta ótrúlega vel en áhyggjuefnið er að það er ekki sjálfgefið og þetta hefði ekki þurft að fara vel. Þarna erum við með dæmi sem hefði getað farið mjög illa, bæði fyrir mig og barnið. Svo eru aðstæður fyrir heilbrigðisstarfsfólk og viðbragðsaðila hérna á staðnum óboðlegar,“ segir Hildur. Drengurinn kom í heiminn með skömmum fyrirvara, eftir 38 vikna meðgöngu.Hildur Þórisdóttir Hún sé orðin þreytt á því að hamra á því að öryggi sé ógnað vegna slæmra samgangna á Austurlandi. „Auðvitað setur að manni ugg eftir á þegar maður fer að hugsa: „Hvað ef allt hefði farið á versta veg og barnið eða ég hefðum lent í aðstæðum með þessu góða heilbrigðisstarfsfólki sem enginn myndi ráða við“,“ segir Hildur. Eyjólfur Þorkelsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, segir aukið álag á heilbrigðisstarfsfólk þar vegna innviða. „Hún er nú orðin tíu ára gömul, rannsókn sem kom í Læknablaðinu um hættulegustu vegarkaflana á Íslandi. Þar eru tveir af fjórum hættulegustu vegarköflum landsins á Miðausturlandi. Ástandið samgangnanna eins og það er núna skapar hættu. Það skapar álag á heilbrigðisstarfsfólk sem bætist á annað álag í starfi. Og það sníður heilbrigðisstofnunni óþægilega þröngan stakk,“ segir Eyjólfur.
Múlaþing Samgöngur Vegagerð Veður Snjóflóð á Íslandi Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Fleiri fréttir Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Sjá meira