Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 22. janúar 2025 06:53 Trump hefur verið iðinn síðustu tvo daga og gefið út fjölda umdeildra tilskipana. AP/Julia Demaree Nikhinson Donald Trump Bandaríkjaforseti segist nú vera að íhuga að leggja tíu prósent viðbótartoll á allar vörur frá Kína frá og með næstu mánaðarmótum. Í ræðu sinni á setningarathöfninni í fyrradag fór fremur lítið fyrir tollatali en hann talaði fjálglega um tolla í kosningabaráttunni. Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur. Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Trump var spurður út í þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi og þar sagðist hann síður en svo orðinn afhuga hugmyndinni. Hann segir að tollarefsingin sé nauðsynleg vegna þess að Kínverjar séu að senda fentanýl og önnur ávanabindandi efni til Bandaríkjanna, í gegnum Mexíkó og Kína. Trump hefur áður sagst ætla að setja enn hærri tolla á síðastnefndu löndin tvö, eða upp á 25 prósent. Það eigi að vera einskonar refsing fyrir að leyfa óheftan straum innflytjenda og eiturlyfja til Bandaríkjanna. En þótt tollamálin virðist vefjast fyrir forsetanum hafa stofnanir ekki beðið boðanna með að fara eftir forsetatilskipunum sem hann undirritaði á sínum fyrsta degi í embætti. Ein þeirra var að héreftir væru bara tvö kyn í Bandaríkjunum, karl og kona. Nú þegar hefur vefsíðu þar sem hægt er að sækja um vegabréf í Bandaríkjunum verið breytt á þann hátt að nú er aðeins hægt að velja um þessi tvö kyn, ólíkt því sem áður var, en þá var hægt að velja óskilgreint, eða annað. Einnig hefur upplýsingasíðu hjá FBI alríkislögreglunni verið eytt en þar var fjallað um árásina á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar 2021 og eftirmál hennar. Sú síða, þar sem einnig var lýst eftir grunuðu fólki er horfin, enda hefur Trump náðað næstum alla sem ákærðir voru fyrir aðild að óeirðunum og kallað þá bandarískar frelsishetjur.
Bandaríkin Donald Trump Kína Skattar og tollar Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Víða rigning og kólnar í veðri Veður Fleiri fréttir Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila