„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 06:34 Unnið er að tillögum um breytingar á vöruskemmunni svokölluðu. Vísir/Vilhelm Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels