„Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. janúar 2025 06:34 Unnið er að tillögum um breytingar á vöruskemmunni svokölluðu. Vísir/Vilhelm Búseti hefur kært framkvæmdir við Álfabakka 2-4 og segir þær brjóta í bága við lög og reglugerðir. Lögmaður Búseta segir ekki hafa verið vandað til verka af hálfu Reykjavíkurborgar. Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög. Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira
Frá þessu greinir Morgunblaðið í dag en í blaðinu segir að stjórnsýslukæra Búseta hafi borist úrskurðarnefnd umhverfis- og skipulagsmála 14. janúar síðastliðinn. Frestur Reykjavíkurborgar og framkvæmdaaðila til að veita umsögn hafi runnið út í gær. Gerðar eru kröfur um að framkvæmdirnar verði stöðvaðar og ákvörðun byggingarfulltrúa felld úr gildi. Erlendur Gíslason, lögmaður Búseta, segir ýmislegt athugavert við málið. Afstöðumyndir fullnægi ekki skilyrðum þar sem þær sýni ekki afstöðu til nærliggjandi bygginga. Þá segi í byggingarleyfinu að framkvæmdin skuli unnin eftir samþykktum aðal- og séruppdráttum en þeir virðist ekki hafa verið lagðir fram fyrr en eftir að byggingarleyfið var gefið út. Mannvirkið og notkun þess brjóti auk þess í bága við skipulag og leggja hefði þurft mat á það hvort framkvæmdin þyrfti að fara í umhverfismat, vegna stærðar gólfflatar fyrirhugaðrar kjötvinnslu. Til viðbótar hafi auglýsingar um breytt deiliskipulag ekki fullnægt kröfum, né heldur hafi verið gefnar fullnægjandi upplýsingar um það hvers konar mannvirki var að ræða þegar byggingarleyfið var gefið út. Ekkert mat hafi verið lagt á umferð og þá hafi íbúar fengið villandi svör frá borginni. Samkvæmt Morgunblaðinu segir í umsögn framkvæmdaraðila, Álfabakka 2, að félagið hafi átt umfangsmikil samskipti við sérfræðinga Reykjavíkurborgar. Í umsögn borgarinnar segi að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að mannvirkið sé ekki í samræmi við lög.
Vöruskemma við Álfabakka Reykjavík Húsnæðismál Skipulag Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Lengja opnunartímann aftur Innlent Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Fleiri fréttir Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Kemur til greina að Ísland sendi fólk til Úkraínu Átján ára með 13 kíló af kókaíni Þrettán kíló af kókaíni í handfarangri og barokk-hátíð í Hörpu Sjá meira