Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Jón Ísak Ragnarsson skrifar 21. janúar 2025 21:53 Linda Fagan yfirmaður bandarísku strandgæslunnar hefur verið látin fjúka. Ríkisstjórn Trumps hyggst reka um þúsund embættismenn sem samrýmast ekki framtíðarsýn þeirra um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær á ný. Getty Linda Fagan, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, hefur verið látin taka pokann sinn. Í uppsagnarbréfinu er sagt að henni hafi mistekist að tryggja öryggi á landamærunum og að framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar samrýmist ekki áherslum hennar á fjölbreytileika og inngildingu. Trump segir að til standi að reka fleiri en þúsund embættismenn frá fyrri ríkisstjórn á næstu dögum. Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“ Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira
Donald Trump hefur þegar vikið að minnsta kosti fjórum úr embætti sem skipaðir voru á kjörtímabili Joe Biden fyrrverandi forseta. Hann segir á samfélagsmiðli sínum Truth Social að verið sé að kanna það hverjir samrýmist ekki framtíðarsýn nýrrar ríkisstjórnar um það hvernig skuli gera Bandaríkin frábær aftur. Færsla Trump.Skjáskot Linda Lee Fagan var samkvæmt The Telegraph fyrsti kvenkyns yfirmaðurinn í bandaríska hernum. Hún hefur verið látin fara til viðbótar við fyrstu fjóru embættismennina. Hún fékk uppsagnarbréf í dag þar sem fram kom að henni hefði brugðist bogalistinn í starfi sínu. Elon Musk vandaði henni ekki kveðjurnar á samfélagsmiðlinum X. „Það er ekki lengur í boði að grafa undan Bandaríkjaher og landamæraeftirliti og eyða í staðinn peningum í DEI kynþáttahyggju og annað rugl,“ sagði Musk í mjög lauslegri þýðingu. Undermining the US military and border security to spend money on racist/sexist DEI nonsense is no longer acceptable https://t.co/IPoDv5odP8— Elon Musk (@elonmusk) January 21, 2025 DEI stendur fyrir „diversity, equity, inclusion“ og þýðir fjölbreytileiki, jafnrétti og inngilding. DEI er stefna sem ríkisstjórn Joes Biden hafði að leiðarljósi í allri sinni stefnumörkun og hefur það að markmiði að jafna hlut þeirra sem á brattann eiga að sækja vegna kynþáttar, kynhneigðar eða annars slíks. Ríkisstofnanir þyrftu að horfa til þessara sjónarmiða í sinni stefnumörkun og ráðningum meðal annars. Ríkisstjórn Trumps er ósammála þessari nálgun og telur hana vinna gegn sjálfri sér. Meðal þeirra ótal forsetatilskipana sem Trump skrifaði undir í gær var ein sem kvað á um að horfið verði algjörlega frá þessum sjónarmiðum í stefnu stjórnvalda. Undir stjórn Lindu Fagan voru þær breytingar gerðar á ráðningarferlum bandarísku strandgæslunnar fyrir árin 2024 - 2026, að horfa þurfi til „menningarlegrar hæfni umsækjenda, og hugmynda þeirra um fjölbreytileika og jafnrétti.“
Bandaríkin Donald Trump Elon Musk Mest lesið „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Innlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Fleiri fréttir Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Sjá meira