Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2025 13:59 Donald Trump skrifaði undir fjölmargar forsetatilskipanir eftir embættistöku hans í gær. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, náðaði í gærkvöldi alla sem hafa verið dæmdir eða felldi niður mál gegn þeim sem hafa verið ákærðir vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021. Þar á meðal eru menn sem dæmdir voru fyrir að ráðast á lögregluþjóna og meðlimir Proud boys og Oath keepers hópanna svokölluðu, sem voru meðal annars dæmdir fyrir uppreisnaráróður. Í heildina hafa rúmlega 1.200 verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið á undanförnum fjórum árum. Þar á meðal eru um tvö hundruð sem hafa játað að beita lögregluþjóna ofbeldi. Rúmlega 1.500 hafa verið ákærðir og af þeim málum sem hafa ratað í dómstóla hafa einungis tveir verið sýknaðir. Enrique Tarrio, fyrrverandi leiðtogi Proud boys, fékk náðun en hann hafði verið dæmdur í 22 ára fangelsi. Honum hefur þegar verið sleppt úr fangelsi. Trump lét einnig sleppa fimm öðrum meðlimum samtakanna úr fangelsi, auk þess sem hann frelsaði Stewart Rhodes, leiðtoga Oath keepers og átta aðra meðlimi. Óeirðir og árás eða dagur ástar? Eins og frægt er er um að ræða stuðningsmenn Trumps sem ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2021. Trump tapaði þessum kosningum gegn Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og sigrinum hafi verið rænt af honum. Fólk sem tók þátt í árásinni kallaði eftir því að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, yrði hengdur en Trump hafði sagt honum að neita að staðfesta úrslit, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum fjórum árum varið miklu púðri í að endurskrifa söguna og breyta ímynd atburðanna í kjölfar taps hans árið 2020. Að miklu leyti hefur þessi hvítþvottur snúist um að stuðningsmenn Trumps, sem réðust inn í þinghúsið og veittust að lögregluþjónum, séu saklaus fórnarlömb. Forsetinn hefur meðal annars lýst þessum degi sem „degi ástar“. Trump sagði í gær að hann vonaðist til þess að fólkið, sem hann kallaði „gísla“ og „föðurlandsvini“ yrði sleppt úr fangelsi hið snarasta. Þá sagði Trump að aðgerðir sínar myndu binda enda á langvarandi óréttlæti sem þetta fólk hefði verið beitt. „Þau hafa þegar verið í fangelsi í langan tíma. Þessu fólki hefur verið rústað.“ Þetta sagði Trump samkvæmt New York Times. Lang flestir sem voru dæmdir vegna árásarinnar fengu mjög stutta fangelsisdóma. Rannsóknin vegna árásarinnar er umfangsmesta sakamálarannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Búist var við því að Trump myndi náða fólk sem tók þátt í árásinni en umfang aðgerða Trumps og hve fljótt hann beitti valdi sínu með þessum hætti kom samkvæmt AP fréttaveitunni á óvart. Margir innan Repúblikanaflokksins, þar á meðal JD Vance, varaforseti Trumps, höfðu sagt að ekki ætti að náða fólk sem hefði verið sakfellt fyrir ofbeldisglæpi, eins og fólk sem réðst á lögregluþjóna. „Ef þú framdir ofbeldi þennan dag, áttu augljóslega ekki að vera náðaður,“ sagði Vance nýverið í viðtali við Fox. Hann bætti fljótt við að inná milli væru grá svæði. Einn af þeim sem Trump náðaði var Jake Chansley, sem gengið hefur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn. Hann var dæmdur í 41 mánaðar fangelsi vegna árásarinnar. Hann fagnaði náðuninni meðal annars á X og færði Trump þakkir. Þá sagðist hann ætla að fara að kaupa sér byssur. I JUST GOT THE NEWS FROM MY LAWYER...I GOT A PARDON BABY!THANK YOU PRESIDENT TRUMP!!!NOW I AM GONNA BUY SOME MOTHA FU*KIN GUNS!!! I LOVE THIS COUNTRY!!!GOD BLESS AMERICA!!!!J6ers are getting released & JUSTICE HAS COME...EVERYTHING done in the dark WILL come to light! pic.twitter.com/g9pwc7v9EQ— Jake Angeli-Chansley (@AmericaShaman) January 21, 2025 Michael Fanone, fyrrverandi lögreglumaður í Washington DC, sem missti meðvitund og fékk hjartaáfall þegar óeirðarseggir réðust á hann og gáfu honum meðal annars raflost úr rafmagnsbyssu, hefur verið í forsvari fyrir lögregluþjóna sem ráðist var á við þinghúsið og í því. „Þetta er það sem bandaríska þjóðin kaus. Hvernig á maður að bregðast við þessu?“ Hann sagðist á undanförnum árum hafa haft miklar áhyggjur af öryggi sínu og fjölskyldu hans. Þessar náðanir væru ekki að hjálpa til með þá tilfinningu. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. 21. janúar 2025 07:07 Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. 20. janúar 2025 19:21 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Í heildina hafa rúmlega 1.200 verið dæmdir vegna árásarinnar á þinghúsið á undanförnum fjórum árum. Þar á meðal eru um tvö hundruð sem hafa játað að beita lögregluþjóna ofbeldi. Rúmlega 1.500 hafa verið ákærðir og af þeim málum sem hafa ratað í dómstóla hafa einungis tveir verið sýknaðir. Enrique Tarrio, fyrrverandi leiðtogi Proud boys, fékk náðun en hann hafði verið dæmdur í 22 ára fangelsi. Honum hefur þegar verið sleppt úr fangelsi. Trump lét einnig sleppa fimm öðrum meðlimum samtakanna úr fangelsi, auk þess sem hann frelsaði Stewart Rhodes, leiðtoga Oath keepers og átta aðra meðlimi. Óeirðir og árás eða dagur ástar? Eins og frægt er er um að ræða stuðningsmenn Trumps sem ruddust inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar 2021 með því markmiði að koma í veg fyrir formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember 2021. Trump tapaði þessum kosningum gegn Joe Biden en hefur ítrekað haldið því ranglega fram að umfangsmikið kosningasvindl hafi kostað hann sigur og sigrinum hafi verið rænt af honum. Fólk sem tók þátt í árásinni kallaði eftir því að Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Trumps, yrði hengdur en Trump hafði sagt honum að neita að staðfesta úrslit, sem er eitthvað sem Pence hafði ekki vald til að gera. Trump og bandamenn hans hafa á undanförnum fjórum árum varið miklu púðri í að endurskrifa söguna og breyta ímynd atburðanna í kjölfar taps hans árið 2020. Að miklu leyti hefur þessi hvítþvottur snúist um að stuðningsmenn Trumps, sem réðust inn í þinghúsið og veittust að lögregluþjónum, séu saklaus fórnarlömb. Forsetinn hefur meðal annars lýst þessum degi sem „degi ástar“. Trump sagði í gær að hann vonaðist til þess að fólkið, sem hann kallaði „gísla“ og „föðurlandsvini“ yrði sleppt úr fangelsi hið snarasta. Þá sagði Trump að aðgerðir sínar myndu binda enda á langvarandi óréttlæti sem þetta fólk hefði verið beitt. „Þau hafa þegar verið í fangelsi í langan tíma. Þessu fólki hefur verið rústað.“ Þetta sagði Trump samkvæmt New York Times. Lang flestir sem voru dæmdir vegna árásarinnar fengu mjög stutta fangelsisdóma. Rannsóknin vegna árásarinnar er umfangsmesta sakamálarannsókn dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna. Búist var við því að Trump myndi náða fólk sem tók þátt í árásinni en umfang aðgerða Trumps og hve fljótt hann beitti valdi sínu með þessum hætti kom samkvæmt AP fréttaveitunni á óvart. Margir innan Repúblikanaflokksins, þar á meðal JD Vance, varaforseti Trumps, höfðu sagt að ekki ætti að náða fólk sem hefði verið sakfellt fyrir ofbeldisglæpi, eins og fólk sem réðst á lögregluþjóna. „Ef þú framdir ofbeldi þennan dag, áttu augljóslega ekki að vera náðaður,“ sagði Vance nýverið í viðtali við Fox. Hann bætti fljótt við að inná milli væru grá svæði. Einn af þeim sem Trump náðaði var Jake Chansley, sem gengið hefur undir nafninu Qanon seiðmaðurinn. Hann var dæmdur í 41 mánaðar fangelsi vegna árásarinnar. Hann fagnaði náðuninni meðal annars á X og færði Trump þakkir. Þá sagðist hann ætla að fara að kaupa sér byssur. I JUST GOT THE NEWS FROM MY LAWYER...I GOT A PARDON BABY!THANK YOU PRESIDENT TRUMP!!!NOW I AM GONNA BUY SOME MOTHA FU*KIN GUNS!!! I LOVE THIS COUNTRY!!!GOD BLESS AMERICA!!!!J6ers are getting released & JUSTICE HAS COME...EVERYTHING done in the dark WILL come to light! pic.twitter.com/g9pwc7v9EQ— Jake Angeli-Chansley (@AmericaShaman) January 21, 2025 Michael Fanone, fyrrverandi lögreglumaður í Washington DC, sem missti meðvitund og fékk hjartaáfall þegar óeirðarseggir réðust á hann og gáfu honum meðal annars raflost úr rafmagnsbyssu, hefur verið í forsvari fyrir lögregluþjóna sem ráðist var á við þinghúsið og í því. „Þetta er það sem bandaríska þjóðin kaus. Hvernig á maður að bregðast við þessu?“ Hann sagðist á undanförnum árum hafa haft miklar áhyggjur af öryggi sínu og fjölskyldu hans. Þessar náðanir væru ekki að hjálpa til með þá tilfinningu.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. 21. janúar 2025 07:07 Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. 20. janúar 2025 19:21 Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Donald Trump Bandaríkjaforseti undirritaði fjölda forsetatilskipana eftir að hann sór embættiseiðinn í gær, sem margar miðuðu að því að grafa undan arfleifð forvera hans. 21. janúar 2025 07:07
Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Donald Trump, nýr forseti Bandaríkjanna, fór yfir víðan völl í innsetningarræðu sinni. Hann hrósaði bandarísku þjóðinni ítrekað og tilkynnti einnig ýmsar breytingar sem hann hyggst framkvæma. 20. janúar 2025 19:21