Innlent

Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra á Bessastöðum í desember síðastliðnum.
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins og nýr félags- og húsnæðismálaráðherra á Bessastöðum í desember síðastliðnum. Vísir/Vilhelm

Skrifstofa Alþingis hefur staðfest að Flokkur fólksins uppfylli ekki skilyrði fyrir úthlutun fjárstyrkja til stjórnmálaflokka. Flokkurinn hefur þegið 240 milljónir króna þrátt fyrir að vera enn skráður sem „félagasamtök“ í fyrirtækjaskrá.

Frá þessu greinir Morgunblaðið og hefur eftir Rögnu Árnadóttur, skrifstofustjóra Alþingis, að verklag við úthlutunina verði skoðað og því beint til forsvarsmanna Flokks fólksins að skrá hann sem „stjórnmálasamtök“. 

Vegna þess hvernig Flokkur fólksins er skráður liggur ekki sama upplýsingaskylda á honum og öðrum flokkum. Samkvæmt Morgunblaðinu mun flokkurinn að óbreyttu fá um 70 milljónir króna til viðbótar fyrir vikulok, fyrir árið 2025.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×