Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 19. janúar 2025 13:49 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er fyrrverandi ráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa misst sjón af stefnu sinni og flokkurinn þurfi að fara aftur í grunnstefnuna. Hún íhugi alvarlega formannsframboð. „Okkur sem sitjum í þingflokknum eða komum til greina með að sitja í næstu forystu heldur verður ekki síst að snúast um hvert flokkurinn ætlar að fara. Hvernig hann ætlar að byggja upp ferskt og nýtt upphaf, hvernig hann ætlar að leita í rætur sínar um stefnuna, líta inn á við og gera einfaldlega áætlun um að ná meiri árangri. Ég held að sú umræða sem mér finnst mest spennandi og hef talað fyrir lengi, allt frá því að ég var ritari Sjálfstæðisflokksins fyrir um áratug,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Sprengisandi í morgun. Áslaug segist hafa verið í samtali við flokksmenn undanfarna daga um hvaða verkefni séu fram undan. „Það er bæði að líta inn á við, við þurfum að horfa aðeins í grunninn okkar, hvernig við getum hluti betur, við þurfum að þora. Öflugir stjórnmálaflokkar þurfa að líta inn í framtíðina og nútímann, hvernig þeir skipuleggja sig og ná árangri. Ekki síst þurfum við að vera öflugri málsvarar stefnunnar okkar,“ segir hún. „Grunnstefnan nær til miklu fleiri en við erum að ná til í dag. Það eru of margir sem eru ekki að fylgja okkur að máli í dag en aðhyllast samt grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er verkefni líka. Okkur er legið á hálsi að tala bara fyrir ákveðna þjóðfélagshópa. Skilja ekki þarfir annarra hópa og svo framvegis en það er líka vilji vinstrimanna að skilgreina okkur með þessum hætti.“ Stefnu Sjálfstæðisflokksins ógnað af nýrri ríkisstjórn „Ég held að þessi grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisstefnunnar sem var byggt á frá upphafi um bæði sjálfstæði og svo umbætur á grundvelli einstaklings og atvinnufrelsi sé talsvert ógnað af núverandi ríkisstjórn. Við þurfum að veita harða andstæðu svo að svo sé ekki,“ segir Áslaug Arna. Þá minntist Áslaug einnig á nýjan utanríkisráðherra. „Þá er ég hrædd um þessar skattahækkanir sem ríkisstjórnin boðar, ekki síst að hún virðist ætla ganga hratt og örugglega inn í Evrópusambandið og er mætt í Brussel bara nokkrum dögum eftir að blekið á stjórnarsáttmálanum var þornað,“ segir Áslaug Arna. „Hún er þarna mætt á fund með stækkunarstjórunum og það var kannski ekki mikið talað í kosningabaráttunni um þetta plan,“ segir hún. „Það er óheiðarlegt að ætla að ganga inn í Evrópusambandið strax að loknum kosningum og greina ekki kjósendum frá því í kosningabaráttunni. Þetta virðist hafa verið eina planið sem var tilbúið frá þeim en ef að leiðin til baka úr því sem gæti gert á næstu misserum getur verið löng en við þurfum að byrja núna og Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan tíma að missa.“ Brennur fyrir stefnunni „Ég brenn einfaldlega og hef ástríðu fyrir Sjálfstæðisstefnunni og tel ef hún fái þá náum við meiri árangri. Algjörlega burtséð niðurstöðum um forystukjör þá langar mig að taka þátt í þessu.“ Þú ert sem sagt að velta fyrir þér einhvers konar framboði? „Já ég er að gera það,“ segir Áslaug. „Ég hef fengið mikla hvatningu til að gefa kost á mér í formannskjörið og er að hugsa um það.“ „Ég hef átt alveg ótrúlega góð samtöl við aðra þingmenn sem nefndir hafa verið í því. Það hefur verið mjög góð og mikilvæg samtöl, bara trúnaðarsamtöl með hagsmuni flokksins að leiðarljósi. Hvernig við getum gert þetta, hvað þarf að gera og hvar flokkurinn stendur. Við erum að mælast með sögulega lágt fylgi á sama tíma og erindið hefur í raun aldrei verið brýnna. Flokkurinn þarf einfaldlega festu og nýtt upphaf, sama hvað tekur við. Ég held að það skipti ekki síst máli að við getum valið forystu og gengið samhent út af landsfundi, klári þau stóru verkefni sem bíða okkar á bak við nýja forystu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Tengdar fréttir Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Nokkur nöfn hafa verið nefnd þegar talið berst að hugsanlegum arftaka Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni tilkynnti í dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta landsfundi flokksins, en hann hefur verið formaður í tæp sextán ár og er einn þaulsetnasti formaður Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Sjálfstæðismenn bæði innan og utan þingflokksins hafa verið orðaðir við embættið. 6. janúar 2025 17:30 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
„Okkur sem sitjum í þingflokknum eða komum til greina með að sitja í næstu forystu heldur verður ekki síst að snúast um hvert flokkurinn ætlar að fara. Hvernig hann ætlar að byggja upp ferskt og nýtt upphaf, hvernig hann ætlar að leita í rætur sínar um stefnuna, líta inn á við og gera einfaldlega áætlun um að ná meiri árangri. Ég held að sú umræða sem mér finnst mest spennandi og hef talað fyrir lengi, allt frá því að ég var ritari Sjálfstæðisflokksins fyrir um áratug,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir á Sprengisandi í morgun. Áslaug segist hafa verið í samtali við flokksmenn undanfarna daga um hvaða verkefni séu fram undan. „Það er bæði að líta inn á við, við þurfum að horfa aðeins í grunninn okkar, hvernig við getum hluti betur, við þurfum að þora. Öflugir stjórnmálaflokkar þurfa að líta inn í framtíðina og nútímann, hvernig þeir skipuleggja sig og ná árangri. Ekki síst þurfum við að vera öflugri málsvarar stefnunnar okkar,“ segir hún. „Grunnstefnan nær til miklu fleiri en við erum að ná til í dag. Það eru of margir sem eru ekki að fylgja okkur að máli í dag en aðhyllast samt grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. Það er verkefni líka. Okkur er legið á hálsi að tala bara fyrir ákveðna þjóðfélagshópa. Skilja ekki þarfir annarra hópa og svo framvegis en það er líka vilji vinstrimanna að skilgreina okkur með þessum hætti.“ Stefnu Sjálfstæðisflokksins ógnað af nýrri ríkisstjórn „Ég held að þessi grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisstefnunnar sem var byggt á frá upphafi um bæði sjálfstæði og svo umbætur á grundvelli einstaklings og atvinnufrelsi sé talsvert ógnað af núverandi ríkisstjórn. Við þurfum að veita harða andstæðu svo að svo sé ekki,“ segir Áslaug Arna. Þá minntist Áslaug einnig á nýjan utanríkisráðherra. „Þá er ég hrædd um þessar skattahækkanir sem ríkisstjórnin boðar, ekki síst að hún virðist ætla ganga hratt og örugglega inn í Evrópusambandið og er mætt í Brussel bara nokkrum dögum eftir að blekið á stjórnarsáttmálanum var þornað,“ segir Áslaug Arna. „Hún er þarna mætt á fund með stækkunarstjórunum og það var kannski ekki mikið talað í kosningabaráttunni um þetta plan,“ segir hún. „Það er óheiðarlegt að ætla að ganga inn í Evrópusambandið strax að loknum kosningum og greina ekki kjósendum frá því í kosningabaráttunni. Þetta virðist hafa verið eina planið sem var tilbúið frá þeim en ef að leiðin til baka úr því sem gæti gert á næstu misserum getur verið löng en við þurfum að byrja núna og Sjálfstæðisflokkurinn hefur engan tíma að missa.“ Brennur fyrir stefnunni „Ég brenn einfaldlega og hef ástríðu fyrir Sjálfstæðisstefnunni og tel ef hún fái þá náum við meiri árangri. Algjörlega burtséð niðurstöðum um forystukjör þá langar mig að taka þátt í þessu.“ Þú ert sem sagt að velta fyrir þér einhvers konar framboði? „Já ég er að gera það,“ segir Áslaug. „Ég hef fengið mikla hvatningu til að gefa kost á mér í formannskjörið og er að hugsa um það.“ „Ég hef átt alveg ótrúlega góð samtöl við aðra þingmenn sem nefndir hafa verið í því. Það hefur verið mjög góð og mikilvæg samtöl, bara trúnaðarsamtöl með hagsmuni flokksins að leiðarljósi. Hvernig við getum gert þetta, hvað þarf að gera og hvar flokkurinn stendur. Við erum að mælast með sögulega lágt fylgi á sama tíma og erindið hefur í raun aldrei verið brýnna. Flokkurinn þarf einfaldlega festu og nýtt upphaf, sama hvað tekur við. Ég held að það skipti ekki síst máli að við getum valið forystu og gengið samhent út af landsfundi, klári þau stóru verkefni sem bíða okkar á bak við nýja forystu.“ Hér er einungis stiklað á stóru en viðtalið í heild sinni má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Sjálfstæðisflokkurinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins 2025 Alþingi Tengdar fréttir Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Nokkur nöfn hafa verið nefnd þegar talið berst að hugsanlegum arftaka Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni tilkynnti í dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta landsfundi flokksins, en hann hefur verið formaður í tæp sextán ár og er einn þaulsetnasti formaður Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Sjálfstæðismenn bæði innan og utan þingflokksins hafa verið orðaðir við embættið. 6. janúar 2025 17:30 Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03 Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Innlent Fleiri fréttir Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjá meira
Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Nokkur nöfn hafa verið nefnd þegar talið berst að hugsanlegum arftaka Bjarna Benediktssonar sem formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni tilkynnti í dag að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri á næsta landsfundi flokksins, en hann hefur verið formaður í tæp sextán ár og er einn þaulsetnasti formaður Sjálfstæðisflokksins í sögunni. Sjálfstæðismenn bæði innan og utan þingflokksins hafa verið orðaðir við embættið. 6. janúar 2025 17:30
Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála. 18. janúar 2025 08:03