„Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. janúar 2025 12:51 Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, finnur fyrir TikTok banninu í Bandaríkjunum á eigin skinni. Vísir/Getty Sérfræðingur í markaðsmálum segir TikTok-bannið í Bandaríkjunum mikið högg fyrir fyrirtæki sem nýta miðilinn í markaðssetningu. Milljónir notenda þessa vinsæla samfélagsmiðils í Bandaríkjunum geta ekki notað TikTok sem stendur en væntingar eru um að bannið vari ekki lengi. Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“ TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Lögin tóku gildi á miðnætti vestanhafs en þeim er ætlað að þvinga kínverska eigendur TikTok til að selja starfsemina til að losa hana undan kínversku eignarhaldi. Að öðrum kosti skuli miðlinum lokað í Bandaríkjunum. Bannið hefur áhrif á um 170 milljónir notenda en truflanir í virkni forritsins gerðu vart við sig strax í gærkvöldi. Sigurður Svansson, framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Sahara, fór sjálfur ekki varhluta af banninu. Sjá einnig: TikTok bann í Bandaríkjunum „Fyrir fyrirtæki sem eru að markaðssetja sig í Bandaríkjunum, þá hefur þetta náttúrlega klárlega áhrif. Ég er sjálfur með aðgang í gegnum Bandaríkin þannig ég vaknaði hérna heima á Íslandi í morgun og ætlaði að fara á TikTok og kemst ekki inn. Það koma skilaboð um að það sé búið að loka fyrir þannig ég get ekki nálgast efni. Þannig áhrifavaldar og þeir sem hafa verið að búa til markaðsefni fyrir þennan miðil sérstaklega hafa verið að horfa á aðra miðla og verið tilbúnir í að færa sig yfir á aðra miðla,“ segir Sigurður. Sjálfur var hann að vona að bannið yrði ekki að veruleika. „Ég vinn við þetta allan daginn en ég finn það bara sjálfur að síðustu tvö, þrjú ár þá hef ég fært neysluna mína eiginlega eingöngu yfir á TikTok. Þar næ ég í allar upplýsingar og eyði líklegast langmestum tímanum mínum þar af öllum samfélagsmiðlum. Þannig ég var kominn á LinkedIn videos í morgun að skrolla þar, þannig maður þarf að finna sér eitthvað annað, alla veganna þangað til annað kemur í ljós,“ segir Sigurður. Trump ekki hrifinn af banni Óvíst er að svo stöddu hve lengi bannið muni vara. Donald Trump verður settur í embætti forseta Bandaríkjanna á morgun en hann hefur gefið í skyn að til greina komi að fresta áhrifum um níutíu daga. „Ef að þetta verður til frambúðar þá er þetta gríðarlegt högg, að þurfa síðan að skipta yfir á aðra miðla og byrja að nálgast markhópinn sinn þar. Þetta mun taka tíma að ná lendingu,“ segir Sigurður. „Maður er búinn að vera að bíða eftir þessum degi núna í nokkurn tíma eftir að þetta var allt saman staðfest. Svo er spurning hvernig þetta endar allt saman. Það er líklegt að þessu verði frestað um 90 daga eða eitthvað svoleiðis þegar Donald Trump tekur við, það er talað um að þetta verði sett á bið þangað til annað kemur í ljós.“
TikTok Bandaríkin Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira