Innlent

Bein út­sending: Fyrsta skóflu­stungan að Borgarlínu

Árni Sæberg skrifar
Hér má sjá tölvugerða mynd af Fossvogsbrúnni.
Hér má sjá tölvugerða mynd af Fossvogsbrúnni. Betri samgöngur

Samgönguráðherra tekur fyrstu skóflustunguna að Fossvogsbrú klukkan 12:30. Brúin er fyrsta stóra framkvæmdin í borgarlínuverkefninu, sem hefur verið á teikniborðinu í áratug. Af því tilefni hefur verið boðað til viðburðar og sýnt verður frá honum hér á Vísi.

Framkvæmdir við landfyllingar og sjóvarnir tengdum byggingu Fossvogsbrúar hefjast af fullum krafti á Kársnesi í Kópavogi í dag. Verksamningur milli Vegagerðarinnar og verkakafyrirtækisins Gröfu og grjóts var undirritaður í síðustu viku í kjölfar útboðs í nóvember 2024.

Fossvogsbrúin er hluti af samgöngusáttmálanum og er fyrsta stóra framkvæmdin í Borgarlínuverkefninu. Brúin tengir saman vesturhluta Kópavogs og Reykjavík með afgerandi hætti. Áætluð verklok eru 1. nóvember 2026 fyrir þennan hluta verksins en gert er ráð fyrir að Fossvogsbrú verði tilbúin um mitt ár 2028.

Nýr samgönguráðherra, Eyjólfur Ármannsson, tekur fyrstu skóflustunguna klukkan 12:30, ásamt Einari Þorsteinssyni borgarstjóra Reykjavíkur, Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs, Bergþóru Þorkelsdóttur forstjóra Vegagerðarinnar og Davíð Þorlákssyni framkvæmdastjóra Betri samgangna.

Útsendingu frá viðburðinum má sjá í spilaranum hér að neðan:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×