Hagnaðurinn dregst saman Árni Sæberg skrifar 16. janúar 2025 16:25 Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Vísir/Vilhelm Hagnaður Ölgerðarinnar eftir skatta nam 1.160 milljónum króna á þriðja ársfjórðungi síðasta árs. Það gerir 22 prósent lækkun hagnaðar milli ára. Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar. Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira
Þetta kemur fram í árshlutareikningi samstæðu Ölgerðarinnar fyrir tímabilið 1. mars 2024 til 30. nóvember 2024, sem var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi í dag. Í tilkynningu Ölgerðarinnar til Kauphallar segir að helstu niðurstöður árshlutareikningsins hafi verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar hækkaði um 0,9% á þriðja ársfjórðungi 2024 miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,4% EBITDA nam 1.160 millj. kr. samanborið við 1.390 millj. kr. á Q3 2023, sem jafngildir 16,5% lækkun milli ára. Hagnaður eftir skatta var 568 millj. kr. á Q3 2024 og lækkar um 22% frá fyrra ári. Þá hafi helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrstu 9 mánuði fjárhagsársins 2024 verið eftirfarandi: Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar jókst um 0,7% á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins miðað við sama tímabil 2023 og hækkaði framlegð um 0,8% EBITDA nam 3.872 millj. kr. á fyrstu níu mánuðum fjárhagsársins, samanborið við 4.479 millj. kr. sem jafngildir 13,6% lækkun milli ára. Útflutningur á Collab gengur samkvæmt áætlunum og voru 219 millj. kr. settar í verkefnið á tímabilinu. Hagnaður eftir skatta var 1.980 millj. kr. samanborið við 2.881 millj. kr. á fyrra ári. Hagnaður eftir skatta án einskiptisliða (hlutdeildartekjur vegna áhrifa af kaupum á meirihluta í Iceland Spring ehf.) lækkaði um 21% frá fyrra ári. Í október keypti Ölgerðin vöruhús við Köllunarklettsveg 6, undirbúningur að viðbyggingu er hafinn. Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 9.017 millj. kr. í lok Q3 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023. Afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 er óbreytt og gerir ráð fyrir EBITDA á bilinu 4,9 – 5,3 ma. kr. Finna fyrir krefjandi aðstæðum eins og aðrir Í tilkynningu er haft eftir Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, að félagið haldi áfram að renna styrkum stoðum undir rekstur sinn, þó vissulega finni félagið fyrir krefjandi ytri aðstæðum, eins og flest fyrirtæki. „Vörusala á ársfjórðungnum jókst og munar þar mestu um betri sölu til hótela og veitingastaða, fyrirtækja og ÁTVR. Á ársfjórðungnum hélt vöxtur Iceland Spring áfram og framundan eru spennandi nýjungar sem munu styrkja vöruframboðið enn frekar. Markaðssetning Collab á erlendum mörkum gengur samkvæmt áætlunum og er nú áætlað að sala á Collab í Þýskalandi hefjist á fyrri hluta næsta fjárhagsárs, en þegar hefur verið gengið frá fyrstu samningum við sölu- og dreifingaraðila.“ Horfa bjartsýn til framtíðar Fjárfestingaráætlanir Ölgerðarinnar hafi gengið eftir en á ársfjórðungnum hafi félagið uppfært framleiðslulínu sína fyrir bjórkúta og bætt að auki við tveimur rafmagnsvörubílum til dreifingar, en reynsla af rekstri slíkra bíla hjá Ölgerðinni hafi verið góð. Þá hafi verið fjárfest í nýju vöruhúsi við Köllunarklettsveg sem verður tekið í notkun undir lok þessa mánaðar. Undirbúningur að viðbyggingu sé hafinn sem tvöfaldi rýmið og stefnt sé að því að síðari helmingur vöruhúss verði tekinn í notkun á fyrri hluta næsta árs. Markmiðið með kaupunum sé að bæta þjónustu samstæðunnara til viðskiptvini á sviði stóreldhúsa með því að Ölgerðin sjái sjálf um hýsingu og tínslu á þeim vörum í stað útvistunar til þriðja aðila. „Við horfum með bjartsýni til framtíðar, enda verkefnin næg og tækifærin svo sannarlega til staðar,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.
Ölgerðin Kauphöllin Uppgjör og ársreikningar Mest lesið Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Pavel í baðstofubransann Viðskipti innlent Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ekki grínast um uppsagnir, hnýsast um samtölin eða baktala Atvinnulíf Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Viðskipti innlent Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Viðskipti innlent „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Sjá meira