Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 16. janúar 2025 13:00 Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu. Ég ætla ekki að rekja það í smáatriðum hér hversu miklum verðmætum íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað íslensku samfélagi síðustu áratugi og sérstaklega síðustu 12-15 ár. Þó er rétt að minna á það hér, að hún er aftur (eftir bakslag faraldursáranna) orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin okkar. Talað af vanþekkingu Í aðdraganda kosninga mátti alltof oft heyra frambjóðendur allflestra flokka tala af mikilli vanþekkingu um ferðaþjónustu og þótti hún mjög hentugur blóraböggull fyrir flest sem afvega hefur farið hér á landi undanfarin misseri. Okkur sem störfum í greininni leiðist þetta ákaflega og vildum óska þess að borin væri meiri virðing fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og að fólk í framboði hefði fyrir því að setja sig inn í mál hennar. Í allra síðasta lagi þó, eftir að það hefur verið kjörið á Alþingi. Skattleggjum meira og meira Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn leggi að eigin sögn áherslu á verðmætasköpun, þá er það nánast það eina sem heyrst hefur frá henni varðandi ferðaþjónustu, að leggja á hana frekari skatta og gjöld. Ráðherrar tala reyndar út og suður um þetta - en mest áberandi er tal um komugjöld á ferðamenn og “auðlindagjald”, sem skal tengjast álagsstýringu. Þessu skal að sjálfsögðu komið á sem fyrst, þó ekki nokkur maður viti hvað eða hvaða upphæðir nákvæmlega er verið að tala um. Það er nokkuð ljóst, að ríkisstjórnin vill skattleggja ferðaþjónustuna meira, en er ekki viss um hvernig sé best að gera það sem mest og sem hraðast - og undir hvaða yfirskyni. Rétt er að geta þess hér að ferðaþjónustan hefur ekki kallað eftir auðlindagjaldi, þó hún sé opin fyrir einhvers konar álagsstýringu, þar sem það á við. Fullkomið stjórnleysi í bílastæðagjöldum Á sama tíma sitja forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu og klóra sér í kollinum yfir nýjum álögum sem tóku gildi fyrirvaralaust bæði um þarsíðustu áramót og nýliðin (gistináttaskattur, hækkun gistináttaskatts og innviðagjöld á skemmtiferðaskip). Enn meira hugarangri valda síðan hin ýmsu bílastæða- og þjónustugjöld, sem spretta upp á einkalöndum úti um allt land nánast daglega - mér er til efs að nokkur maður hafi yfirsýn yfir þau. Enda er þar um fullkomið stjórn- og regluleysi að ræða, þar sem hver sem er virðist geta krafist hvaða gjalds sem er fyrir hvaða aðstöðu sem er og jafnvel enga aðstöðu. Þessi gjöld eru orðin verulega íþyngjandi og farin að hafa neikvæð áhrif á ímynd okkar og samkeppnishæfni sem áfangastaðar. Sem dæmi má nefna að farþegi í hópferð (hringinn í kringum landið) er að greiða á bilinu 25-30 € bara í bílastæða og þjónustugjöld, eins og staðan er í dag og líklegt að sú upphæð hækki með hverjum deginum. Þessi upphæð kann að hljóma lítilvæg, en hún hækkar útsöluverð á rándýrri Íslandsferð um 40-50 €. Leitaráhugi minnkar - verri bókunarstaða Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu hafa líka töluverðar áhyggjur af stöðunni í ferðaþjónustu almennt - þar sem greinin er ekki að vaxa hvað verðmætasköpun varðar, eins og vonast hafði verið eftir og ávallt er stefnt að. Það bendir allt til þess að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar hafi verið og sé að minnka. Á Nýársmálstofu á vegum SAF, KPMG og Íslenska ferðaklasans, sem fram fór í byrjun vikunnar, kom fram í máli Hjalta Más Einarssonar forstjóra Datera, að staðan fyrir árið 2025 væri grafalvarleg, ef litið væri til leitaráhuga á Íslandi á leitarvélum. Það hefur því miður hratt dregið úr honum beggja vegna Atlantsála. Leitaráhugi hefur forspárgildi varðandi markaðshlutdeild og því er þetta alvarlegt og gefur tilefni til að staldra við. Ekkert er hægt að fullyrða um það af hverju Ísland er að tapa flugi - en reynslan hefur þó kennt okkur að þar spilar verðlag stóra rullu. Ekki bætir svo úr skák að Ísland hefur ekki sinnt almennri neytendamarkaðssetningu erlendis eins og keppinautar okkar hafa myndarlega gert. Sömu sögu segja þeir sem selja Íslandsferðir á erlendum mörkuðum. Bókunarstaða og áhugi á Íslandi miðað við síðasta ár, eru marktækt slakari. Förum varlega Að öllu ofangreindu er því ljóst að það borgar sig að fara varlega í því að leggja frekari álögur á ferðaþjónustu á Íslandi eins og sakir standa. Skattar og gjöld hækka útsöluverð á ferðum til Íslands og það er ekkert svigrúm til slíks núna. Skattar og gjöld skapa heldur ekki verðmæti á sjálfbæran hátt, heldur geta hratt og örugglega dregið úr verðmætasköpun og snúist þar með upp í andhverfu sína. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Skattar og tollar Mest lesið Halldór 10.05.2025 Halldór Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Nýtt ár, ný ríkisstjórn og nýtt upphaf fyrir marga. Stefnuyfirlýsing nýrrar ríkisstjórnar felur í sér fyrirætlanir um aukna verðmætasköpun í atvinnulífinu og er virkilega ástæða til að fagna því. Atvinnulífið er að sjálfsögðu mikilvægasta uppspretta verðmætasköpunnar í landinu. Ég ætla ekki að rekja það í smáatriðum hér hversu miklum verðmætum íslensk ferðaþjónustufyrirtæki hafa skilað íslensku samfélagi síðustu áratugi og sérstaklega síðustu 12-15 ár. Þó er rétt að minna á það hér, að hún er aftur (eftir bakslag faraldursáranna) orðin stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugreinin okkar. Talað af vanþekkingu Í aðdraganda kosninga mátti alltof oft heyra frambjóðendur allflestra flokka tala af mikilli vanþekkingu um ferðaþjónustu og þótti hún mjög hentugur blóraböggull fyrir flest sem afvega hefur farið hér á landi undanfarin misseri. Okkur sem störfum í greininni leiðist þetta ákaflega og vildum óska þess að borin væri meiri virðing fyrir þessari mikilvægu atvinnugrein og að fólk í framboði hefði fyrir því að setja sig inn í mál hennar. Í allra síðasta lagi þó, eftir að það hefur verið kjörið á Alþingi. Skattleggjum meira og meira Þrátt fyrir að ný ríkisstjórn leggi að eigin sögn áherslu á verðmætasköpun, þá er það nánast það eina sem heyrst hefur frá henni varðandi ferðaþjónustu, að leggja á hana frekari skatta og gjöld. Ráðherrar tala reyndar út og suður um þetta - en mest áberandi er tal um komugjöld á ferðamenn og “auðlindagjald”, sem skal tengjast álagsstýringu. Þessu skal að sjálfsögðu komið á sem fyrst, þó ekki nokkur maður viti hvað eða hvaða upphæðir nákvæmlega er verið að tala um. Það er nokkuð ljóst, að ríkisstjórnin vill skattleggja ferðaþjónustuna meira, en er ekki viss um hvernig sé best að gera það sem mest og sem hraðast - og undir hvaða yfirskyni. Rétt er að geta þess hér að ferðaþjónustan hefur ekki kallað eftir auðlindagjaldi, þó hún sé opin fyrir einhvers konar álagsstýringu, þar sem það á við. Fullkomið stjórnleysi í bílastæðagjöldum Á sama tíma sitja forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu og klóra sér í kollinum yfir nýjum álögum sem tóku gildi fyrirvaralaust bæði um þarsíðustu áramót og nýliðin (gistináttaskattur, hækkun gistináttaskatts og innviðagjöld á skemmtiferðaskip). Enn meira hugarangri valda síðan hin ýmsu bílastæða- og þjónustugjöld, sem spretta upp á einkalöndum úti um allt land nánast daglega - mér er til efs að nokkur maður hafi yfirsýn yfir þau. Enda er þar um fullkomið stjórn- og regluleysi að ræða, þar sem hver sem er virðist geta krafist hvaða gjalds sem er fyrir hvaða aðstöðu sem er og jafnvel enga aðstöðu. Þessi gjöld eru orðin verulega íþyngjandi og farin að hafa neikvæð áhrif á ímynd okkar og samkeppnishæfni sem áfangastaðar. Sem dæmi má nefna að farþegi í hópferð (hringinn í kringum landið) er að greiða á bilinu 25-30 € bara í bílastæða og þjónustugjöld, eins og staðan er í dag og líklegt að sú upphæð hækki með hverjum deginum. Þessi upphæð kann að hljóma lítilvæg, en hún hækkar útsöluverð á rándýrri Íslandsferð um 40-50 €. Leitaráhugi minnkar - verri bókunarstaða Forsvarsmenn ferðaþjónustunnar í landinu hafa líka töluverðar áhyggjur af stöðunni í ferðaþjónustu almennt - þar sem greinin er ekki að vaxa hvað verðmætasköpun varðar, eins og vonast hafði verið eftir og ávallt er stefnt að. Það bendir allt til þess að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar hafi verið og sé að minnka. Á Nýársmálstofu á vegum SAF, KPMG og Íslenska ferðaklasans, sem fram fór í byrjun vikunnar, kom fram í máli Hjalta Más Einarssonar forstjóra Datera, að staðan fyrir árið 2025 væri grafalvarleg, ef litið væri til leitaráhuga á Íslandi á leitarvélum. Það hefur því miður hratt dregið úr honum beggja vegna Atlantsála. Leitaráhugi hefur forspárgildi varðandi markaðshlutdeild og því er þetta alvarlegt og gefur tilefni til að staldra við. Ekkert er hægt að fullyrða um það af hverju Ísland er að tapa flugi - en reynslan hefur þó kennt okkur að þar spilar verðlag stóra rullu. Ekki bætir svo úr skák að Ísland hefur ekki sinnt almennri neytendamarkaðssetningu erlendis eins og keppinautar okkar hafa myndarlega gert. Sömu sögu segja þeir sem selja Íslandsferðir á erlendum mörkuðum. Bókunarstaða og áhugi á Íslandi miðað við síðasta ár, eru marktækt slakari. Förum varlega Að öllu ofangreindu er því ljóst að það borgar sig að fara varlega í því að leggja frekari álögur á ferðaþjónustu á Íslandi eins og sakir standa. Skattar og gjöld hækka útsöluverð á ferðum til Íslands og það er ekkert svigrúm til slíks núna. Skattar og gjöld skapa heldur ekki verðmæti á sjálfbæran hátt, heldur geta hratt og örugglega dregið úr verðmætasköpun og snúist þar með upp í andhverfu sína. Höfundur er framkvæmdastjóri Katla DMI ehf og fyrrverandi formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun