Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar 16. janúar 2025 10:30 Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arkitektúr Reykjavík Vöruskemma við Álfabakka Skipulag Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Skoðun Eldurinn og slökkvitækið Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar Skoðun Umbun er sama og afleiðing Helgi S. Karlsson skrifar Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Háskóli er samfélag Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Sjá meira
Um daginn var komið að máli við mig varðandi græna vegginn í Álfabakka og var honum réttilega hallmælt. Eftir samtalið rann það svo upp fyrir mér að síðan ég útskrifaðist úr arkitektanámi þá hefur fólk reglulega komið á tal við mig til að kvarta yfir arkitektum. Það er ekki verið að kvarta yfir að arkitektarnir séu að teikna ljót hús heldur frekar að þeir séu að standa fastir á sínu varðandi fagurfræðilega eða hugmyndafræðilega nálgun. Það að huga að fagurfræði er þá iðulega teiknað upp sem einhver sérviska arkitektsins en svo er slegið upp í gríni að arkitektinn hafi “löggiltan smekk”. Svo þegar rætt var við mig um græna vegginn rann það upp fyrir mér að í fyrsta skipti væri verið að kvarta yfir raunverulegum ljótleika við mig. Loksins skipti fagurfræði máli. Viðmælandi minn hallmælti svo vissulega Reykjavíkurborg og stjórnsýslunni í kringum ákvörðunartökuna og látið var í veðri vaka að “svona hús” ætti ekki heima þarna hjá greyið íbúðablokkinni. Ég hugsaði hinsvegar með mér hvar “svona hús”, risastór og ljót, ættu þá eiginlega heima? Hver dregur svo stutta stráið og þarf að nota risastóra, ljóta húsið? Kannski er það bara ég en mér finnst “svona hús” eiginlega furðulega algeng og meira að segja í hversdagslegum athöfnum okkar við að kaupa mat og aðrar nauðsynjavörur. Á Selfossi, bær sem þekktur er fyrir rómantískan en vissulega sviðsettan menningararf, fer veigamesta verslun bæjarins fram í stórum og þunglamalegun stálgrindarhúsum og meira að segja bakkaríið lítur út eins og eins og hálfklárað lagerhúsnæði. Það leiðir okkur svo að spurningunni af hverju lagerhús eru eins og þau eru? Af hverju er allt í lagi að vinnuumhverfi starfsmanna á lager séu gluggalaus og óvistleg? Til að bæta gráu ofan á svart eru lagerhús oft staðsett saman í einsleitum atvinnuhúsahverfum sem eru bókstaflega grá og næstum svört; gróðursnauð, óþægileg og einsleit. Það er synd að þetta sé svona því það er ekkert sem segir að stór stálgrindarhús geti ekki verið falleg og upplífgandi. Byggingar sem er sneyddar allri gleði og fegurð virðast þó ekki þykja tilkomumál þar sem þær eru ótrúlega algengar. Í því ljósi má spyrja sig hvort það hafi ekki bara verið tímaspursmál hvenær eitt stykki einsleitt stálgrindarhús myndi lauma sér framan við stofugluggann hjá fólki? Auðvitað á þetta á ekki að geta gerst. En eins sorglegt og það hljómar þá kom þetta mér bara ekkert á óvart. Ég hef svo oft fengið glósur um að “hugsa bara um praktíkina og ekki að gleyma mér í einhverri fagurfræði”. Þegar ég svara til baka um að notagildi og fagurfræði geti farið saman og að fallegt umhverfi stuðli að vellíðan og gleði þá eru slíkar útskýringar leiddar hjá sér. Græni veggurinn sýnir skýrt fram á að það er ekki nóg að “hugsa bara um praktíkina” og ekkert annað. Það er sannarlega tímabært að spyrja stærri spurninga. Hver er hugmyndfræði verkefnisins? Hvernig vinnum við með fegurðina? Mun fólki líða vel og verða jafnvel innblásið í hversdagslegum athöfnum sínum? Hvað er þetta umhverfi að segja okkur? Höfundur er arkitekt.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Skoðun Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson skrifar
Skoðun Netárásir án landamæra: Hvað getum við lært af nýrri netöryggisstefnu Bandaríkjanna? Valdimar Óskarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík skrifar
Skoðun Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stúdentar – kjósum Silju Báru í dag! Katla Ólafsdóttir,Elín Karlsdóttir,Guðni Thorlacius,Gunnar Ásgrímsson,Georg Orlov Guðmundsson Skoðun