Þar kemur einnig fram að nú hafi um 100 fyrirtæki innleitt Bara tala til að aðstoða erlenda starfsfólkið sitt við að læra íslensku.
„Með fjölgun viðskiptavina er enn mikilvægara að tryggja góð samskipti og Elísabet mun gegna lykilhlutverki í því að styðja við viðskiptavini okkar og þjónustu. Við erum spennt fyrir samstarfinu og framtíðinni sem er gríðarlega spennandi fyrir fyrirtækið,“ segir í tilkynningunni.
Bara Tala er smáforrit sem nýtist öllum sem vilja læra íslensku. Forritið er stafrænn íslenskukennari sem byggir á gervigreind og íslenskri máltækni, þar sem íslenskan er kennd í gegnum leik.