Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar 15. janúar 2025 13:30 Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Frímann Jónsson Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Enn og aftur þarf ég að skrifa grein um íslensk útlendingalög sem eru brot á mannréttindum flóttamanna. Þar sem núna á að vísa fjölskyldu frá Venúsela frá Íslandi og barn þeirra er í miðri aðgerð sem er lífsnauðsynleg eins og var sagt frá í fréttum á Vísir.is, Rúv og mbl.is. Staðreyndin er sú að ástandið í Venúsela er ekki öruggt og flóttafólk frá Venúsela var svipt réttindum á Íslandi á grundvelli lyga á Alþingi á síðasta kjörtímabili. Flestir af þeim þingmönnum sem stóðu að þeim lygum eru horfnir af Alþingi en sumir eru samt ennþá þarna og skammast sín ekki neitt fyrir þann fasisma og útlendingahatur sem þeir stóðu að. Kærunefnd Útlendingamála, sem átti að tryggja réttindi flóttafólks er ekki hæf til þess starfa sem henni er ætlað. Það hefur verið vitað í talsverðan tíma. Núverandi útlendingalög voru sett fram og samþykkt á Alþingi á grundvelli lyga og blekkinga. Það má gjarnan líta á slík lög sem ólögmæt, þar sem lögmæti laga kemur frá þeim grundvelli að þau samræmist samfélagssáttmálanum. Það er ekki tilfelli með lög um útlendinga. Það hefur sýnt sig að þessi lög eru andstæð íslenskum samfélagsáttmála. Rasismi er uppfinning manna og er og var notuð til þess að réttlæta þrælahald á fólki. Útlendingahatur er einnig uppfinning manna og er notuð til þess að réttlæta þjóðerniskennd, þjóðernishyggju og fasisma. Á Íslandi hefur þetta verið notað til þess að ljúga til um stóra hópa flóttamanna sem koma til Íslands í leit að öryggi frá stjórnvöldum sem gjarnan vildu myrða þau. Staðan í Venúsela er þannig að stjórnvöld á Íslandi ættu að leyfa þessu fólki að sækja um hæli á Íslandi án nokkura skilyrða eða takmarkana. Það má einnig benda á að fjöldi morða sem eru framin í Venúsela er með því hæsta í heiminum í dag (heimild, Wikipedia). Síðan koma mannrán og aðrir glæpir í kjölfarið. Síðan hafa ólögmæt stjórnvöld í Venúsela verið að taka fólk af lífi án dóms eða nokkura laga með „sérsveit“ (Wikipedia) sem þau stofnuðu árið 2016. Engu að síður horfa íslensk stjórnvöld og útlendingastofnun, kærunefnd útlendingamála framhjá þessum staðreyndum og finnst það í fínu að senda fólk í fangið á dauðasveitum ólögmætra stjórnvalda í Venúsela. Það er einnig staðreynd að staðreyndir um stöðu mála í heimaríkjum flóttafólks hafa aldrei skipt Útlendingastofnun eða kærunefnd útlendingamála nokkru einasta máli þegar markmiðið er að vísa sem flestum frá Íslandi á sem minnstum tíma. Fyrrverandi ríkisstjórn Íslands fór í þessa vegferð og núverandi ríkisstjórn ætti að stöðva þessa vegferð, breyta lögum á þann hátt að þau samræmist skyldum íslenskra stjórnvalda þegar það kemur að mannréttindum og alþjóðlegum skuldbindingum. Það er það eina sem er rétt og það eina sem verður alltaf rétt. Mannréttindi eru fyrir alla, ekki bara Íslendinga. Höfundur er rithöfundur. Mannréttindi eru fyrir alla.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun